fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Hin ómótstæðilega Lína

Dásamleg teiknimyndafígúra mætir aftur á skjáinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni 50 ára afmælis síns hefur RÚV rifjað upp gamalt og gott efni sem sýnt hefur verið á skjánum síðustu áratugi. Engin endursýning hefur glatt mann jafn mikið og sýningar á Línunni. Þeir sem ekki muna eftir Línunni frá því í gamla daga hafa vonandi verið svo heppnir að sjá hana á skjánum í þessum endursýningum.

Í þessum ítölsku teiknimyndum teiknar teiknari línu sem lifnar við. Línan gengur síðan eftir línu sem umbreytist skyndilega og verður til dæmis að hákarli eða bíl. Þá þarf Línan að bregðast við. Á stuttri göngu sinni lendir Línan í alls kyns hættum en á líka sínar góðu stundir. Línan er mjög mannleg, skrækir hátt og syngur þegar vel liggur á henni en stekkur síðan upp á nef sér við minnsta mótlæti og hellir sér þá yfir teiknara sinn. Línan er gangandi tilfinningabúnt, þar er engin bæling, engin viðleitni til að sýna yfirvegun eða hjúpa sig stóískri ró. Línan bregst við umhverfi sínu með tilfinningaríkum svipbrigðum og raddblæ. Hún er gríðarlega mislynd en um leið mjög einlæg og segir alltaf það sem henni býr í brjósti.

Þegar Línan var reglulegur gestur á sjónvarpsskjá landsmanna hér á árum áður var henni ætíð tekið opnum örmum á mínu heimili. „LÍNAN,“ hrópuðu þeir sem sátu fyrir framan sjónvarpstækið og þeir sem voru annars staðar í húsinu komu hlaupandi inn í stofu og fleygðu sér í sófann til að fylgjast með ævintýrum hinnar tilfinningaríku Línu.

Línan var einfaldlega einstök og ógleymanleg. Og hún er það ennþá.

RÚV hefur tekið upp þann góða sið (en bara tímabundið) að láta þulur birtast á skjánum og segja manni með sinni ljúfu rödd hvað verður á dagskrá kvöldsins. Ellý Ármanns var þula á dögunum og gæddi sér á jarðarberjum með rjóma meðan hún sagði okkur hvað væri á dagskrá. Önnur þula mætti með ungan son sinn sem hún kyssti á vangann eftir að hafa lesið dagskrána. Þetta var almennilega gert hjá þeim báðum. Mér finnst að þessar konur eigi að fá fastráðningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna