fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Bók sem gleymist ekki glatt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. apríl 2016 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napolí-sögur Elenu Ferrante um vinkonurnar Lilu og Elenu hafa farið sigurför um heiminn og hlotið einróma lof. Fyrsta bókin í bókaflokknum, Framúrskarandi vinkona, kom út í fyrra og bók númer tvö, Saga af nýju ættarnafni, er nýkomin út og er jafnvel betri en sú fyrri og var sú þó frábær.

Það fylgir því alltaf einstök ánægja að lesa um sögupersónur sem manni er annt um, lifa sig inn í tilfinningar þeirra og fylgja þeim á þroskaferli þeirra. Ferrante kann þá list að skrifa þannig að lesandinn heillast. Persónur þessarar bókar lifna á síðunum og það er spenna í frásögninni. Bókinni lýkur á þann hátt að lesandinn vill umsvifalaust byrja á þriðju bókinni.

Hin uppreisnargjarna Lila er gengin í hjónaband einungis sextán ára gömul meðan hin samviskusama vinkona hennar, Elena, heldur áfram skólagöngu. Lila er afar óhamingjusöm í hjónabandi sínu en finnur svo óvænta ást og miklar sviptingar verða í lífi hennar.

Aðalpersónurnar, vinkonurnar tvær, eru að miklu leyti fangar umhverfis þar sem karlar ráða lögum og lofum og þrengt er að þeim og reynt að þvinga þær í ákveðið mót. Þær hafa alist upp í samfélagi þar sem karlar leggja hendur á konur og talið er sjálfsagt að þeir stjórni lífi þeirra. Í slíku umhverfi er útilokað að viljasterk kona geti orðið hamingjusöm. Ferrante tekst einstaklega vel að lýsa því hvernig vansæld framkallar það versta í fari fólks. Lila gerir ýmsa ljóta hluti og sýnir af sér grimmd, einfaldlega vegna þess að hún er skelfilega óhamingjusöm. Ferrante hefur djúpan skilning á sálarlífi fólks og áttar sig einnig á því, sem jafnvel bestu skáldsagnahöfundum sést stundum yfir, að árin breyta fólki. Elena segir sögu þeirra vinkvenna mörgum árum eftir að þær kynntust, margt hefur drifið á daga þeirra, og hinar fullorðnu konur eru ekki sömu manneskjur og þær voru þegar þær voru hrifnæmar unglingsstúlkur. „Ég hef engan skilning á sjálfri mér eins og ég var þá,“ segir Elena þegar hún fullorðin hugsar um sig á unga aldri.

Þessi bók uppfyllir allar þær væntingar sem hægt er að gera til góðrar skáldsögu. Frásagnargleði er við völd, persónur eru minnisstæðar og atburðarásin dramatísk. Þessi bók gleymist ekki svo glatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Phil Foden bestur á Englandi – Þessir fimm komu þar á eftir

Phil Foden bestur á Englandi – Þessir fimm komu þar á eftir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi