fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fókus

Aldís Gló myndlistarkona skoðaði klám í hamborgaralúgunni – ,,Kynlíf er stórskemmtilegt“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. mars 2022 09:00

Aldís Gló Gunnarsdóttir myndlistarkona. Mynd/Valgarður Gíslason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þær eru ekki margar konurnar sem málað kynlíf í gegnum tíðina, að ég held. En karlmenn hafa sko aldeilis málað kynlíf enda eru söfn út um allan heim smekkfull af berrössuðum kellingum,“ segir Aldís Gló Gunnarsdóttir, myndlistarkona og kennari, sem opnar í dag myndlistasýninguna TABÚ í Gróskusalnum á Garðatorgi. Sýningin er bönnuð innan 16 ára.

,,Síðasta haust var ég orðin hundleið á að mála blóm og vantaði eitthvað. Ég var að tapa gleðinni og nennti þessu varla. Ég var með svona tvær myndir á ári á samsýningum Grósku, varla meira. Ég var að kvarta yfir þessu við Baldvin (Johnsen), manninn minn, og hann stakk upp á því að ég málaði kynlíf. Ég var ekki alveg viss en fór að spekúlera. Ég vildi ögra mér. Og hvað er mesta tabú fyrir 45 ára konu að mála? Kynlíf. Ég hef gaman af kynlífi, ég er kynvera og finnst kynlíf alveg stórskemmtilegt. Og endaði á að tapa mér alveg í að mála kynlífsmyndir.”

Þú borðar ekki málverkin þín

Aldís Gló er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún var alltaf heilluð af listamönnum, sem henni fannst oft hugsa á öðruvísi og áhugaverðan hátt. ,,En hugsunarhátturinn var öðruvísi og það var ekki í myndinni að verða listamaður, alveg út úr kortinu. Þú borðar jú ekki málverkin þín, svo ég faldi bara teikningarnar mínar undir rúmi og var ekkert að ræða þetta.”

Listaverk eftir Aldísi Gló

Aldís flutti í bæinn árið 1997, eignaðist mann og barn, og lauk námi í ferðamálafræði.  ,,Við fluttum til Eyja haustið 2006, ég tók kennsluréttindin í fjarnámi þaðan, og kenndi við minn gamla skóla, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.” Aðspurð hvort hún hafi kennt lista hristir Aldís höfuðið og hlær. ,,Nei, nei. Ég er raungreinakennari, reyndar er formlega nafnið raunvísindakennari. Núna kenni ég reyndar ensku. Svo ég er sennilega allskonar kennari. Ég get kennt margt. En aldrei stærðfræði.”

Vinkona Aldísar vissi af myndlistaráhuga hennar og stakk upp á að hún færi á listanámskeið í Eyjum. ,,Það var yfirleitt vel fullorðið fólk sem sótti þessi námskeið. Og svo ég, sem dró meðalaldurinn niður deluxe, því flestir voru komnir á eftirlaun.”

Aldis byrjaði að mála og gat ekki hætt.

Skúli fúli

,,Ég byrjaði að mála og festist. Vissi að ég varð að halda þessu áfram. Ég seldi mjög vel á fyrstu samsýningunni, ég hef reyndar yfirleitt alltaf selt vel, nema á útskriftarsýningu minni úr listaháskólanum í Álasundi sem ég hélt á goslokahátíðinni 2013. Þar prísaði ég mig sennilega aðeins of hátt, nýkomin frá Noregi, og seldi því ekki eins og ég hefði viljað. Ég áttaði mig bara ekki á verðlagsmuninum á milli landanna og fólk hefur eflaust haldið að ég liti rosalega stórt á mig, segir Aldís og skellihlær.

Og talið berst að Noregi. Við hrunið missti eiginmaður Aldísar vinnuna og allt í einu stóðu þau uppi tekjulítil með tvö lítil börn. Þau fluttu til Noregs. ,,Eitthvað urðum við að gera. Ég hafði aftur á móti aldrei komið til Noregs en gúgglaði bæinn og fannst hann fallegur auk þess sem ég þekkt fólk í nágrenninu.”

,,Mér fannst ég svolítið ,,nobody “ á þessum tíma í Noregi. Maðurinn minn kominn með þessa spútnik vinnu og ég ein heima með tvö lítil börn og kunni ekki tungumálið. Ég er náttúrlega kennari og þú kennir ekki ef þú kannt ekki tungumálið. Svo ég var Skúli fúli og vildi bara mála. Maðurinn minn var ekki alveg að kaupa þetta, við blönk, og hámenntuð konan krafðist þess að fara í listnám á þessum aldri.”

Ýkt týpa

En Aldísi varð ekki haggað og hún sótti um í listaháskólanum í Álasundi og var ein af tuttugu sem komust inn. Hún var þá 34 ára með 7 og 3 ára börn. ,,Ég var eiginlega ótalandi en Norðmönnum finnst Íslendingar vera litlir Norðmenn og gera bara ráð fyrir að við getum talað við þá. Svo ég komst inn í skólann án þess að segja orð eða skilja ekki eða neitt. En þetta kom hratt, norskan er ekki það langt frá okkur. Ég flutti öll verkin mín til Íslands og hélt útskriftarsýninguna góðu í Eyjum árið 2013.”

Sýning Aldísar hefst í Gróskusalnum í dag. Mynd/Valgarður Gíslason.

Nokkru síðar hafði skólastjóri listaháskólans samband og hvatti Aldísi til að sækja um stöðu framkvæmdastjóra gallerís fyrir unga listamenn sem væru að koma sér á framfæri. ,,Skólinn bakkaði mig upp og ég rak galleríið í tvö ár og kom fullt af ungu fólki á framfæri. En ég málaði ekki mikið á þessum tíma. Auk þess að reka galleríið var ég að kenna íslenskum börnum norsku og norskum flóttamönnum norsku. Ég er svo ýkt týpa að ég eftir að ég lærði norsku fór ég að kenna hana!

Sennilega vitlaus og óhefluð

Aðspurð um hvaðan orkan kemur svara Aldís að margar norsku vinkonur sínar séu hlédrægar og þori varla að sækja um stöður. ,,Ég er sennilega bara svona vitlaus og óhefluð. Efaðist aldrei um að sækja um starfið, jafnvel þótt ég væri ekki neitt brjálæðislega góð í norsku. Eftir á að hyggja þá var ég ekki að hugsa, bara gera, en þá koma hlutirnir til manns. Það gerir enginn neitt fyrir mann eða kemur manni til bjargar, maður verður bara að gera hlutina sjálfur.”

Aldís rak galleríið í tvö ár auk þess að sinna kennslunni. ,,Landamæri Ítalíu lokuðu á svipuðum tíma. Sýrlendingarnar lokuðust inn í þessu hrikalega ástandi þar og innflytjendakennslunni var þar með sjálfhætt. Nú var ég komin með gott af Noregi og vildi heim til Íslands.  Maðurinn minn sá að ég var ekkert að grínast með það, svo við pökkuðum og héldum heim. Ég vildi líka koma stráknum mínum í 10.bekk í stað þess að hann færi í menntaskóla ekki vitandi muninn á þ og ð, enda sjö ára þegar við fluttum út.

Við tekur löng pæling um stafinn ð og tilgangsleysi hans. ,,Það er ekki hægt að útskýra það. Þetta er afþvíbarastafur, enda hafa krakkarnir mínir hafa aldrei skilið hann.”

Gleði og sorgir

Fjölskyldan endaði í Garðabæ enda hafði Aldís lofað börnunum að þau gætu labbað til ömmu ef þau flyttu heim. Og hún stóð við það. ,,Það var svo gott að koma heim og tala íslensku og mér fannst öll börn ofboðslega gáfuð að tala svona líka góða íslensku. Maður verður nefnilega svolítið ruglaður þegar maður er að flytjast svona á milli landa.”

En sorgin bankaði upp á. ,,Covid skall á fyrir tveimur árum, þetta var ruglingslegur tími og ég komst ekkert áfram með að mála. Og ein besta vinkona mín, Eygló, dó vegna læknamistaka, henni var hent út af Covid deild Landspítalans með blóðeitrun, sofnaði og vaknað aldrei aftur.

Þess vegna heiti ég Gló að millinafni, ég tók mér það til að hafa hana nærri mér.”

Með rassinn á Instagram

Börnin voru orðin stærri og Aldís segir sig hafa verið komin á þann aldur að vilja leyfa sér að blómstra. ,,Maður á bara þetta eina líf. Það er allt í lagi að vera vanilla en ef þú vilt ekki vera vanilla, gerðu þá eitthvað í því. Mig langaði að kanna hvað mætti gera, hvernig mætti ögra. Er kynlíf ekki bara fyrir ungar stelpur sem setja mynd af rassinum á sér á Instagram? En svo fattaði ég að mér væri bara drullusama hvað öðrum fyndist og byrjaði. Og er komin með fulla sýningu. Og ég er ekki hætt, ég er í ferli.”

Aldís íhugaði ýmsa vinkla en ákvað að hafa sýninguna út frá sjálfri sér, sem gagnkynhneigðri konu. ,,Ég er með fullt af pælingum og táknum í hverri mynd og það eru útskýringar við hverja mynd. Það er áhugaverðara þegar þú skilur hvaðan listamaðurinn er að koma, þá skilur þú  myndina. Það er munurinn á að vera handverksmaður og listamaður.”

Vel vaxnir niður en hörmung uppi

Aldís lærði módelteiknun og málun og fór að spá í af hverju hún væri ekki að nýta þá þekkingu. ,,Ég fór að skoða mannslíkamann, ég kann að mála hverja einustu sveigju, en það er miklu skemmtilegra að mála kvenmannslíkamann.  Auðvitað eru karlmenn fallegir á sinn hátt en línur þeirra eru miklu skýrari. Mjúk kona hefur aftur á móti alls konar skyggingar og beygjur sem er gaman að mála. Og eftir því sem módelin eru þybbnar, því betra er að teikna þær. Það er svo fyndið, yfirleitt þegar það kom karlmannsmódel í tímana var hann vel vaxin niður en alveg hörmung uppi.

Þeir eru svo fyndnir þessir kallar, þeir hefðu aldrei þorað að verða módel nema með svoleiðis dæmi undir sér.”

Listaverk eftir Aldísi Gló

Fórnarlambagírinn er leiðinlegur

Aldís vildi sýna sterkar konur í verkum sínum. ,,Eins femínískar og við íslenskar konur erum þá eru við svolítið mikið í fórnarlambagírnum sem er leiðinlegur. Ég á fullt af rosalega sterkum vinkonum, flottum konum, sem varla þora að koma fram opinberlega eða er hreinlega haldið aftur. Svo kemur einhver karl sem lærði lögfræði í fyrradag og verður einhvern vegin fremstur í öllum fjölmiðlum.”

Tók skjáskot af klámsíðum

Aðspurð um hvaðan hún hafi fengið módelin segist hún einfaldega tekið skjáskot af klámsíðum. ,,Þvílíkt vesen að finna almennilegar senur! Lýsingin er alveg ómöguleg í mörgu klámi og fólk var að færa sig á milli allskonar stellinga sem voru að pirra mig. Þetta var auðvitað hilaríus!  Ég var farin að finna út hver væri bestur í klámheiminum til að vera ákveðin týpa. Hverjir væru fagmenn, með góða lýsingu og svo framvegis.

Ég er farin að þekkja fullt af andlitum í þessum klámheimi og mögulega eitthvað annað á þeim.”

Aldís rifjar upp hversu eðlilegt það var orðið að leita að myndefni. ,,Við maðurinn minn vorum í lúgunni á Aktu Taktu, hann að kaupa hamborgara, og ég með símann að skoða klámefni. Hann spurði hvort ég gæti nú sýnt afgreislustelpunum þá tillitssemi að slökkva einu sinni á þessu í stað þess að vera eins og einhver perri þarna í bílnum!”

En í alvöru, þá er þetta búið að vera lærdóms- og þroskaferli.”

Aldís segist hafa kosið að hafa meira af þéttum og eðlilegum konum. ,,En á Íslandi gat ég nú varla farið að auglýsa eftir módelum í ástarleiki. Og mig langaði heldur ekki að fara það langt, hefði ekki vilja það.”

Eru ógeðslegar og eiga að vera það

Nafnið Tabú kemur frá fjórtán ára dóttur Aldísar. ,,Sumar myndirnar eru ógeðslegar og þær eiga líka að vera það. Þær eiga að ganga fram af fólki og sýna fáránleikann í klámi.”

,,Eitt dæmi sem ég sá. Kona liggur í lituðu vatni,búin að troða einhverju gleri upp í leggöngin á sér, og virtist bara vera að fíla það. Þetta er svo mikið bull og þvæla að ég málaði flamingófugl, gúmmíendur og fleira inn á píkuna á henni til að undirstrika fáránleikann. Annað sem situr í mér, er að í þessum myndböndum eru mjög ungar stúlkur og konur. Og þegar ég leitaði að eldri konum, svona MILFS, þá voru þær kannski 25 ára og aldrei yfir þrítugu. Þessi heimur hefur verið búinn til af karlmönnum, handa karlmönnum. Ég leitaði út um allt, notað leit á við porn for women, women friendly porn, feminist friendly porn. Allskonar. En það kom alltaf upp sjónarhorn karlmanna. Þessi heimur er ekki okkar vilji enda ekki mótaður af okkur konum.

Sýning Aldísar hefst í Gróskusalnum í dag. Mynd/Valgarður Gíslason.

Ég tala reyndar fyrir sjálfa mig, en geri ráð fyrir að í grunninn séu flestar konur sammála mér. Þetta er mjög karlmannamiðað.”

Aldís segir að reyndar megi finna einhverjar klámsíður fyrir konur. ,,En þá þarftu að borga fyrir það og ég er ekki alveg komin á þann stað að fara að borga fyrir klám. Og þess vegna var ég að horfa á fullt af drasli sem er ókeypis; fólk að gera það heima hjá sér, með myndavél í glugganum og vonlausa lýsingu!”, segir Aldís og skellihlær.

Fann ekki upp á kynlífi

Hún segir að vissulega spyrji fólk hvað hún sé að pæla, sérstaklega með tilliti til umræðunnar í dag. ,,En ég fann ekki upp á kynlífi. Af hverju má ég ekki aðeins tjá mig. Hvar eru mörkin? Er í lagi að miðaldra húsmóðir og kennari í Garðabæ geri svona? En ég finn nú reyndar alveg að gamla fólkið sem málar með mér í Grósku hefur lúmskt gaman af mér, ég er allavega að poppa upp í félaginu.

Unga konan, 45 ára! Og síðasti komminn í Garðabæ!” segir Aldís Gló Gunnarsdóttir myndlistarmaður og kennari.

Myndlistarsýningin TABÚ opnar í Gróskusalnum í dag og verður opin kl. 14:00-17:00. Bönnuð innan 16 ára!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Átakanlegt myndband: Fæddist háð fentanýli

Átakanlegt myndband: Fæddist háð fentanýli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lottó kóngurinn biður nágranna afsökunar

Lottó kóngurinn biður nágranna afsökunar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð

Farþegar fengu bætur eftir dólgslæti Æði-drengjanna um borð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gera grín að Kim fyrir að selja „skítuga“ Birkin fyrir milljónir

Gera grín að Kim fyrir að selja „skítuga“ Birkin fyrir milljónir