fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Gunnar Smári um alkóhólismann: „Sjúkdómurinn var sterkari en ég“

Fókus
Sunnudaginn 22. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfélagið okkar er ekki alltaf gott og það er óþarflega oft vont við þau sem síst eiga það skilið. Við eigum betra skilið. Sósíalismi er í raun lítið annað en einmitt sú sannfæring, að við eigum betra skilið.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti. Í ítarlegu viðtali við Mannlíf ræddi Gunnar Smári feril sinn sem ritstjóri, útgefandi, stórforstjóri og loks stjórnmálaforingi öreiganna. Jafnframt segir hann frá alkóhólisma föður síns og hvernig barnæska hans mótaðist af því. Gunnar Smári byrjaði að drekka mjög ungur og alkohólisminn hafði mikil áhrif á líf hans.

„Ég gerði margt sem ég hefði ekki átt að gera og lét ógert annað sem ég hefði átt að gera. Ég vissi ekki betur en að ég gæti drukkið. Ég byrjaði með fínsmannsdrykkju. Ég hélt það lyfti mér upp yfir ástandið á pabba, sem var aðeins skör fyrir ofan það að vera róni. Ég sá hann teygja í sig Hvannarótarbrennivín niður í hálfa flösku. Ég gat því aldrei drukkið Hvannarótarbrennivín, kúgaðist ef ég fann lyktina.

Ég drakk viskí með klaka og aðrar fínar tegundir og spjallaði við vini mína um stjórnmál og bókmenntir. Ég hafði á þessum tíma enga innsýn í sjúkdóm föður míns, taldi hann mislukkaðan mann,“ segir Gunnar Smári.

„Ég bar þennan sjúkdóm, reyndi að vinna og standa mig, axla ábyrgð að vera elskulegur og almennilegur maður en neyslan þvældist alltaf fyrir og skemmdi. Ég var að breytast í föður minn. Ég reyndi að lifa sem alkóhólisti en gat það svo ekki, sjúkdómurinn var sterkari en ég.“

Ætlar ekki á þing

Gunnar Smári segist ekki vera í vafa um að Sósíalistaflokkurinn nái inn á þing. Hann segir að flokkurinn sé í raun kominn yfir þann þröskuld og sé enn að vaxa. Hann sjái það einfaldlega á fjölgun félaga í flokknum. Hann segir ástæðuna vera að flokkurinn eigi raunverulegt erindi, það sé kominn tími til að vinstri snúi aftur eftir niðurlægingu nýfrjálshyggjunnar.

Gunnar Smári segist ekki eiga sér draum um að verða þingmaður eða ráðherra. „Ég hef sjálfur engin áform um að fara á þing. Ég sé mig ekki fyrir mér í ræðustól Alþingis að tala um fundarstjórn forseta. Ég er bestur í að byggja upp baráttuna og halda utan um hana, ekkert ósvipað og ég byggði upp blöð á sínum tíma, blöð sem voru í raun í sífelldri endursköpun, Pressan, Eintak, Fókus, Fréttablaðið, Fréttatíminn.

Mikilvægasta verkefnið er að byggja upp virka stjórnmálaþáttöku almennings og fylkja ólíkum hópum saman til baráttu gegn þeim sem hafa rænt almenning völdum sínum og lífsafkomu. Það er verkefnið, framboð til þings er aðeins hluti af þessari baráttu, alls ekki lokamarkmið. Lokamarkmið er að alþýðan taki völdin sem tilheyra henni, taki þau af auðvaldinu, og sendisveinum þess, og móti samfélag að eigin hagsmunum og væntingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Í gær

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“