fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Nadía Sif fór í gelísprautun og birtir „fyrir og eftir myndir“ – Frægir Íslendingar hópast á stofuna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:15

Nadía Sif. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á alls kyns húðmeðferðir og er mjög vinsæl á samfélagsmiðlum. Stofan býður meðal annars upp á gelísprautun og hefur verið að auglýsa meðferðina síðastliðna daga á Instagram.  Stofan birti nokkrar „fyrir og eftir“ myndir í Story á Instagram. Meðal þeirra sem hafa farið nýlega til þeirra er fyrirsætan Nadía Sif Líndal sem komst nýlega í heimspressuna vegna heimsókn sinnar og frænku sinnar á Hótel Sögu til ensku landsliðsmannanna, Phil Foden og Mason Greenwood.

Nadía Sif fer ekki leynt með að hún gengst undir fegrunaraðgerðir og endurbirti myndirnar í Story á Instagram hjá sér en fylgjendum hennar hefur fjölgað hratt síðustu vikur líkt og DV greindi frá. Hún fékk gelísprautun í kjálkalínu og varir.

Samkvæmt upplýsingum frá Húðfegrun er gelísprautun einföld aðgerð sem nýtur mikilla vinsælda.

„Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Þú getur valið um fyllingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinnar, kinnbein og höku, svo eitthvað sé nefnt. Gelísprautun er sniðin að þörfum hvers og eins. Árangur er sjáanlegur strax eftir meðferð en það getur tekið um sjö til fjórtán daga að sjá sléttast fyllilega úr línunni sem meðferðin var framkvæmd á.“

Ein sprauta af Neauvia Organic, efninu sem er notað í gelísprautun, kostar 59.900 krónur hjá Húðfegrun. Hálf sprauta kostar 39.900 krónur.

Skjáskot/Instagram

Húðfegrun fær reglulega til sín áhrifavalda og þekkta Íslendinga í meðferð. Stofan birti meðal annars myndband í gær af útvarps- og íþróttakonunni Kristínu Björgvinsdóttur fá gelísprautun í enni. Margrét Gnarr, Kristín Pétursdóttir, Fanney Dóra, Tanja Ýr, Camilla Rut, Heiðar Austmann og Þórunn Antonía eru meðal þeirra sem hafa farið í húðmeðferð, eins og húðslípun og háreyðingu, hjá Húðfegrun. 

https://www.instagram.com/p/CDJXPkygnvr/

Í sumar ræddi DV við lýtalækninn Hannes Sigurjónsson um vinsælustu fegrunaraðgerðirnar í dag. Hann sagði að fylliefni væru vinsæl í dag og væru mikið notuð til að bæta upp tap á fyllingu í andliti. Hann sagði það aðallega vera ungar konur sem sækjast eftir því að stækka og móta varirnar. Ekki náðist í Nadíu Sif við vinnslu greinarinnar.

Sjá einnig: Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“