fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Kalli Tomm: „Mig grunaði aldrei að þetta væri krabbamein“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. apríl 2018 10:00

Kalli Tomm, Karl Tómasson söngvari, tónlistarmaður, Gildran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, hefur komið víða við á sinni ævi. Hann rak veitingastað, átti og ritstýrði bæjarblaði, trommaði með rokkhljómsveitinni Gildrunni og braut blað í stjórnmálasögu landsins þegar hann sem oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ hóf meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Um tíma mátti hann þola miklar ofsóknir fyrir það og einnig hefur hann gengið í gegnum bæði gjaldþrot og lífshættuleg veikindi. Kristinn hjá DV ræddi við hann um þessa reynslu og hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er er brot af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Skorinn samstundis eftir krabbameinsgreiningu

Árið 2003, þegar Karl var 39 ára gamall, veiktist hann alvarlega. Hann fór að finna fyrir verkjum í brjóstum og pung en kippti sér ekki mikið upp við það til að byrja með þar sem þeir voru alltaf tímabundnir. Þetta gekk svona í nokkra mánuði og verkirnir fóru að ágerast, urðu verri og verri í hvert skipti sem þeir komu. Þann 2. maí fór Karl ásamt eiginkonu og syni á tónleika með bítlinum Paul McCartney í Parken í Kaupmannahöfn og á leiðinni var hann orðinn algerlega viðþolslaus. Hann hafði miklar áhyggjur af því að verkirnir myndu skemma fyrir honum upplifunina en þeir rénuðu meðan á tónleikunum stóð. „Ég gleymdi meira að segja að drekka bjórinn sem ég hafði keypt.

Þegar ég kom til baka versnaði þetta og versnaði. Ég sá að þetta gekk ekki lengur og pantaði tíma hjá sérfræðilækni. Ég veit nú að ég beið allt of lengi því að ef karlmenn fá svona verki, sérstaklega ef þeir leiða upp í brjóst, eiga þeir að láta athuga þetta strax. En mig grunaði aldrei að þetta væri krabbamein.“

Biðlistinn var langur hjá sérfræðingnum en Karl náði að koma sér að strax eftir krókaleiðum. Hann þoldi einfaldlega ekki við lengur. Eftir skoðun sérfræðingsins var hann sendur strax í myndatöku hjá Domus Medica og þaðan samdægurs á Landspítalann og skorinn upp morguninn eftir þar sem eistað með illkynja krabbameinsæxlinu var fjarlægt.

„Þegar þetta ferli hófst upplifði ég mína verstu vanlíðan því þá gerði ég mér grein fyrir að eitthvað mjög alvarlegt væri í gangi. Ég var orðinn mjög lasinn og komin óregla á blóðið. Sigurður Björnsson, yfirlæknir á krabbameinsdeildinni, sagði mér hins vegar að hann ætlaði að lækna mig og ég á honum mikið að þakka fyrir hvernig hann aðstoðaði mig á allan hátt. Ég var ofsahræddur og þetta var lífshættulegt. Ég upplifði ekki þennan mikla ótta nema á þessum sólarhring en þá tók ég allan pakkann út og hélt að lífið væri bara búið.“

Eftir aðgerðina ræddi Sigurður við Karl og eftir það samtal var Karl aldrei í neinum vafa um annað en að þetta myndi fara á besta veg. Í nokkur ár fór hann í reglubundnar skoðanir og var loks útskrifaður árið 2008 og er mjög þakklátur því faglega starfi sem Sigurður og aðrir á krabbameinsdeildinni sinntu.

Breytti þetta þér að einhverju leyti?

„Ég neita því ekki að eftir að maður veikist svona alvarlega þá dettur maður stundum í að hugsa það versta þegar maður finnur aðeins til einhvers staðar í líkamanum. Þetta var mikið áfall fyrir mann á besta aldri og ég er aðeins hræddari eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til