fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Lindsay Lohan komin með íslenskan kærasta?

Sögð hafa kynnst í brúðkaupi á Suðurlandi um síðustu helgi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. júní 2017 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leik- og söngkonan Lindsay Lohan er komin með íslenskan kærasta, samkvæmt heimildum DV. Lindsay er nýfarin af landi brott eftir að hafa verið viðstödd brúðkaup vina sinna, Olivers Luckett og Scotts Guinn, sem gengu í hjónaband á Suðurlandi þann 17. júní síðastliðinn.

Samkvæmt heimildum DV hafa Lindsay og íslenski pilturinn, sem er rúmlega tvítugur að aldri, sést talsvert saman að undanförnu en þau munu hafa kynnst í brúðkaupi Olivers og Scotts og náð strax vel saman. Lindsay fór af landi brott í vikunni eftir vel heppnaða dvöl á Íslandi.

Lindsay er nokkrum árum eldri en íslenski pilturinn. Hún er fædd árið 1986 og verður 31 árs um næstu helgi. Má leiða að því líkum að hann heimsæki hana þegar hún fagnar afmæli sínu.

Lindsay Lohan hóf söng- og leiklistarferil sinn þegar hún var 10 ára. Hún var sannkölluð barnastjarna í Hollywood og lék til að mynda í myndunum The Parent Trap, Freaky Friday og Mean Girls. Minna hefur þó farið fyrir henni á leiklistarsviðinu í seinni tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“