fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Íris gerir það gott og frumsýnir nýtt myndband

Forréttindi að stunda nám í þeirri grein sem gefur lífinu gildi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Listamannsnafn mitt er ROZA en það varð til þegar ég bjó í Noregi og stofnaði Duo-band með því nafni, með vini mínum Anders,“ segir Íris Andrésdóttir, ung íslensk tónlistarkona sem verið hefur að gera það gott að undanförnu.

Hún hefur nú sent frá sér myndband við nýtt lag, en myndbandið og lagið má nálgast hér neðst í fréttinni.

„Ég bjó semsagt í Osló í eitt ár og þá sungum við víða um landið en þegar ég flutti til Íslands varð að samkomulagi að ég fengi að halda nafninu ROZA en hann hélt áfram með hljómsveitinni SOFA en hún er orðin nokkuð þekkt í Noregi. Ég hef verið að semja lög fyrir þá hljómsveit og það finnst mér vera mjög skemmtilegt.“

DV barst til eyrna að Íris væri að gefa út nýtt lag. Hún hafnaði í þriðja sæti með lag sitt, Jólahátíð, í jólalagakeppni Rásar tvö fyrir síðustu jól. DV hafði samband við Írisi til að spyrjast fyrir um nýja lagið.

„Já, það er rétt. Ég er að gefa út nýtt lag og snillingurinn Árni Beinteinn gerði myndband við það. Lagið fjallar um uppgjör, sambandsslit. Í myndbandinu er pakkað niður í tösku, sem við litum svo á að væri táknræn merking, það að loka ákveðnum kafla í lífi sínu, pakka niður ákveðinni reynslu og tilfinningum. Í lok myndbandsins er töskunni síðan hent út í móa þar sem sögupersónan er að losa sig við ákveðinn þunga úr lífi sínu, byrði sorgar og leiða. Það er léttir sem fylgir slíku tilfinningalegu uppgjöri og nýr kafli tekur við í lífinu.“

Íris hefur nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands í haust og fær því að læra meira á því sviði sem henni er hugleikið.

„Ég lít á það sem forréttindi að fá að stunda nám í þeirri grein sem gefur lífinu mínu gildi. Ég hlakka mikið til að læra hjá frábærum kennurum og fá að læra á tónlistarforrit og semja lög. Ég get varla beðið eftir því að gleyma stund og stað og aðeins hugsa um tónlistina og koma henni frá mér á nótur,“ segir íris að lokum.

<[youtube https://www.youtube.com/watch?v=h1bRafsvgL0&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“