fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Ljúffengur og spennandi lax

Reykjavík Foods framleiðir afurðir úr hágæða hráefni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega setti Reykjavík Foods sínar fyrstu vörur á markað, hægeldaðan lax í dós, en fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til afurðir úr hágæða íslensku hráefni. Af því tilefni var boðið til fagnaðar á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði þar sem gestum var boðið upp á að smakka dýrindis útgáfur af laxinum.

„Fyrirtækið var stofnað fyrir ári,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, framkvæmdastjóri Reykjavík Foods. „Í þessari fyrstu vörulínu er notast við hágæða lax frá Vestfjörðum sem er bragðbættur með hreinum náttúruafurðum eins og basilíku, hvítlauk, trufflum og sjávarsalti frá Saltverki. Við byrjum með hreinan lax, lax með hvítlauki og basil, lax með trufflum og reyktan lax.“

Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, framkvæmdastjóri Reykjavík Foods, bauð gesti velkomna. Stórglæsileg og á von á sér í ágúst.
Velkomin Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, framkvæmdastjóri Reykjavík Foods, bauð gesti velkomna. Stórglæsileg og á von á sér í ágúst.

Vörur Reykjavík Foods hafa fengið mjög góðar viðtökur og fór svo að fyrsta sending í verslanir seldist upp, en vörurnar munu fást í Hagkaup, 10-11 Austurstræti, Borðinu við Ægissíðu og Fríhöfninni. „Við erum á fullu að fylla á verslanir auk þess að bæta við öðrum verslunum,“ segir Þórdís. „Vörurnar munu einnig fást í verslunum Samkaup og fleiri ferðamannaverslunum. Vörurnar hafa jafnframt fengið alþjóðlega athygli og erum við núna í viðræðum við nokkra aðila í sambandi við útflutning.“

Myndir: Gunnar Leifur.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri, og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.
Með áhuga á sjávarútvegi Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og borgarstjóri, og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.
Jón Jónsson kom og skemmti og sló í gegn eins og honum er lagið.
Alltaf skemmtilegur Jón Jónsson kom og skemmti og sló í gegn eins og honum er lagið.
Matardívan Ebba Guðný Guðmundsdóttir, alltaf fersk og flott.
Matardívan Matardívan Ebba Guðný Guðmundsdóttir, alltaf fersk og flott.
Gestir, bæði ungir og aldnir, gæddu sér á veitingunum.
Ljúffengar veitingar Gestir, bæði ungir og aldnir, gæddu sér á veitingunum.
Yngri kynslóðin lék sér í snjallsímum, meðan sú eldri spjallaði saman.
Í sambandi Yngri kynslóðin lék sér í snjallsímum, meðan sú eldri spjallaði saman.
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Sjálfstæðir menn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Veisluborð og góðir gestir.
Veisluborð Veisluborð og góðir gestir.
Röð að raða kræsingum á diskinn.
Biðröð vð borðið Röð að raða kræsingum á diskinn.
Girnilegar og vel framsettar veitingar.
Girnilegt Girnilegar og vel framsettar veitingar.
Vörustandarnir sem sjá má hér í bakgrunni eru jafn glæsilegir og umbúðirnar og laxinn girnilegur.
Girnilegt Vörustandarnir sem sjá má hér í bakgrunni eru jafn glæsilegir og umbúðirnar og laxinn girnilegur.
Vörunum er pakkað í fallegar og stílhreinar umbúðir.
Fallegar umbúðir Vörunum er pakkað í fallegar og stílhreinar umbúðir.
Guðrún Bergmann, Linda Baldvinsdóttir og Karen Kjerúlf.
Þrjár glæsilegar Guðrún Bergmann, Linda Baldvinsdóttir og Karen Kjerúlf.
Brynjólfur Bjarnason og Jón Ósmann Arason í hrókasamræðum.
Strákaspjall Brynjólfur Bjarnason og Jón Ósmann Arason í hrókasamræðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum