fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Lefty Hooks ósáttur: Kallaður „nigga“ á Laugaveginum um hábjartan dag

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lefty Hooks segir það kjaftæði að rasismi finnist ekki á Íslandi.

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 16. júní 2017 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lefty Hooks segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi verið kallaður „nigga“ eða „negri“ á Laugaveginum í gær. Lefty Hooks hefur verið búsetur á Íslandi um árabil og er einnig betur þekktur sem Antlew. Hann var annar meðlimur tvíeykisins Antlew og Maximum sem var ein fyrsta rapphljómsveit Íslands.

Lefty Hooks segir að það sé þvæla að enginn rasismi sé á Íslandi. „Ekki segja mér að á Íslandi sé enginn rasismi og sé fullkomið lítið land. Það er kjaftæði, en ég skil að enginn staður sé fullkominn. Við höfum öll okkar galla, það liggur í loftinu, en ég umber það,“ segir Lefty Hooks.

Hann heldur áfram og segir að Pólverjar séu einna verstir hvað þetta varðar. „Sumir Pólverjar taka þetta á annað stig, ekki allir, en þessir fullu fjandar sem kalla mig „nigga“ um hábjartan dag,“ segir Lefty Hooks.

Lefty Hooks hefur snúið sér að reggí tónlist í seinni tíð. Hann skipar hljómsveitina Lefty Hooks & the Right Thingz ásamt Magnúsi Jónssyni, eða Gnúsi Yones eins og hann er kallaður.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=pLuU3X9r7Y&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar