fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fókus

Sonja Rut: Börn bíða í hópum fyrir utan heimili hennar – „Fólk á mínum aldri hleypur líka á eftir mér“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 28. maí 2017 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gaman að vera þekkt en á sama tíma getur það verið óþægilegt. Ég finn mikið fyrir því að fólk starir á mig,“ segir Sonja Rut Valdin sem sló rækilega í gegn með Áttunni þegar hún flutti lagið NeiNei. Hún var uppgötvuð á Snapchat og segir Sonja að eftir að frægðin bankaði á dyrnar geti hún ekki lengur gert allt sem hún vill. Það er því ekkert endilega sældarlíf sem fylgir því að vera þekktur á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Sonja:

„Mig langar að vera kurteis og almennileg en staðreyndin er sú að börn og unglingar bíða í hópum fyrir utan heimili mitt, dingla bjöllunni og hringja í mig. Mér finnst erfitt að ýta börnum frá mér því þau eru svo hjartahrein og einlæg. Því reyni ég alltaf að taka þeim fagnandi og vera hress til að særa engan.“

Bætir Sonja við að fólk eigi erfitt með að átta sig á að hún sé manneskja sem hafi þörf fyrir að lifa sínu lífi í friði þegar hún er heima og sé ekki alltaf tilbúin til að spjalla við aðdáendur eða láta taka af sér myndir. Sonja segir einnig hafa lent í því að vera í bíl og ef fólk í næsta bíl sér hana eigi hún að skrúfa niður rúðuna, stoppa jafnvel og vera til í myndatöku og spjall. Hún kveðst þó sjálf skilja þennan spenning þegar um þekkta manneskju sé að ræða. Hún hafi upplifað það sama þegar hún hafi séð fyrir tilviljun frægar persónur sem hún hafi haldið upp á.

„Krakkar í dag eru líka svo ákveðnir og beinlínis segja manni að vera með þeim á mynd því að ég hafi valið að verða fræg. Fólk á mínum aldri hleypur líka á eftir mér, þegar ég fer út á lífið, ýmist til að hrósa mér eða gera lítið úr mér. Ég held að þeim líði eins og þau þekki mig. Ég er beðin um að gera eitthvað fyrir Snappið þeirra en vitaskuld vil ég það ekki alltaf því stundum vil ég eingöngu njóta lífsins með vinum mínum. Ég á mitt líf þótt ég sé orðin þekkt.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni og fyrir neðan myndbandið með Áttunni við lagið NEINEI.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=e4FC6cqSmuo&w=660&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Í gær

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins

Kynntist karlmanni frá Kenía eftir að hafa uppgötvað svik eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Öllum hollt að læra að þekkja beinagrind kerfisins sem við köllum samfélag“

„Öllum hollt að læra að þekkja beinagrind kerfisins sem við köllum samfélag“