fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Efast um að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið: „Líst ekkert á þá hægri stefnu sem verið er að reka í þessari ríkisstjórn“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur árbókar Ferðafélagsins 2017. Bókin nefnist Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp. Ólína á ættir að rekja til Ísafjarðar, fluttist þangað 14 ára gömul með fjölskyldu sinni og var þar í menntaskóla. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og lærði íslensku, bókmenntir og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún starfaði meðal annars sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi og háskólakennari en sneri aftur til Ísafjarðar árið 2001 til að taka við starfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hún varð þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009–2013 og 2015–2016.

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ólínu og ræddi við hana um nýju bókina, árin á Ísafirði, starfsferilinn, pólitíkina og skáldskapinn.*

Heldurðu að núverandi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið?

„Ég efast um það. Ég held að það sé ekki næg samstaða þar innanborðs. Mér líst auðvitað ekkert á þá hægri stefnu sem verið er að reka í þessari ríkisstjórn. Hún er með einkavæðingaráform í heilbrigðismálum og gerir endalausa sparnaðarkröfu á rekstur hins opinbera. Nú eru nógir peningar til og það svigrúm á að nota til að byggja upp, bæta og næra innviði samfélagsins eins og heilbrigðis-, mennta- og samgöngukerfi. Þessar meginstoðir verða að vera í lagi en eru eiginlega í molum eftir langvarandi fjársvelti og niðurskurð. Núna væri lag, í stað þess að lækka skatta og ívilna sterkum atvinnugreinum, að taka tekjur inn í ríkissjóð og nýta þær til að byggja upp samfélagsstoðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“