fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Einar Bárðarson skorar á forsetann: „Ég veit þú þekkir þennan mann“

Vill að Þorvaldur Daníelsson fái fálkaorðuna

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. júní 2017 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson hefur skorað á Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að veita Þorvaldi Daníelssyni, sem oft er kenndur við Hjólakraft, fálkaorðuna.

Einar setti færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann beindi því til forsetans að skoða að veita Þorvaldi fálkaorðu ef hann fengi 2000 „læk“ á færsluna. Óhætt er að segja að Einar hafi verið fljótur að ná markmiði sínu, en þegar þetta er skrifað eru lækin orðin hátt í fimm þúsund talsins.

Hjólað í kringum landið

„Herra forseti. Ég veit þú þekkir þennan mann og ég veit þú þekkir hvað hann gerir fyrir ungt fólk um allt land sem ekki hefur fundið taktinn í hefðbundnum íþróttum eða menningarstarfi. Hann er búinn að koma þeim af stað og nú hjóla mörg þeirra um allt land og jafnvel í kringum það er sá gállinn er á þeim. Ef ég næ 2000 like á þetta innslag viltu þá skoða það að hengja á hann eina fálkorðu fyrir okkur,“ sagði Einar,

Var fljótur að ná markmiði sínu.
Einar Bárðarson Var fljótur að ná markmiði sínu.

Mynd: Mynd DV

Samtökin Hjólakraftur voru stofnuð af Þorvaldi Daníelssyni til að hjálpa börnum og unglingum sem höfðu á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífsstíllssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum.

Vilja ná til sem flestra

„Hann er að hjóla með allt þetta unga fólk hringinn í kringum landið – kemur þeim úr kyrrsettu í kraftmiklar æfingar. Þetta eru til dæmis krakkar sem hafa lent utan gátta í skólum, oft krakkar með ADHD greiningar og offituvandamál,“ segir Einar.

Hjólakraftur hefur komið að WOW Cyclothon á undanförnum árum og í fyrra fengu samtökin tæpar tólf milljónir króna sem söfnuðust. „Það er auðvitað von okkar að ná til sem flestra þeirra sem ekki finna sig í öðrum íþróttum, langar að gera eitthvað en vita ekki hvað eða hvernig, þannig að þeir nái að koma sér af stað,“ segir á heimasíðu Hjólakrafts.

„Gull af manni“

Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við færslu Einars og tekið undir með honum. Ef einhver eigi skilið fálkaorðu sé það Þorvaldur fyrir þetta göfuga starf. „Ótrúlega flott starf sem hann er að vinna,“ segir einn á meðan annar bætir við: „Valdi er einstakur eðal drengur og gull af manni“. Einn bendir á að það sé orðunefnd sem útdeilir fálkaorðum en Einar er með lausn á því: „Það er kannski til ein orða uppí skáp einhverstaðar … sem nefndin veit ekkert af.“

Færslu Einars og athugasemdirnar má sjá hér að neðan. Þeir sem vilja kynna sér Hjólakraft betur geta gert það hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út