fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fókus

Ásdís Rán rifjar upp slysið: „Ég fann ég gat ekki hreyft mig og gerði mér grein fyrir því að eitthvað hræðilegt hefði gerst“

Datt aftur fyrir sig í stiga með þeim afleiðingum að mjaðmagrindin tvíbrotnaði og rifbein brotnuðu

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 17. júní 2017 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er öll að koma til eftir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir skömmu. Ásdís datt aftur fyrir sig í stiga kvöld eitt með þeim afleiðingum að mjaðmagrindin tvíbrotnaði auk þess sem rifbein brotnuðu og bein í vinstri hönd.

Ásdís Rán rifjar slysið upp í viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar lýsir Ásdís því að hún muni lítið eftir slysinu en hún lá á sjúkrahúsi í tvær vikur eftir það.

„Ég veit að þetta gerðist rétt um tíu um kvöld. Ég var meðvitundarlaus í einhvern tíma en ég man ég rankaði óljóst við mér og ældi. Ég fann að ég gat ekki hreyft mig og reyndi eitthvað að skríða áfram en það gekk illa og ég lá þarna í einhvern tíma með hálfri meðvitund,“ segir Ásdís í viðtalinu en henni tókst með herkjum að komast upp stigann og leggjast upp í rúm.

Í stað þess að hringja á sjúkrabíl lagðist Ásdís fyrir og rankaði við sér snemma um morguninn daginn eftir.
„Þá helltist allt yfir mig, ég fann ég gat ekki hreyft mig og gerði mér grein fyrir því að eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ segir Ásdís sem hringdi í móður sína sem kom til hennar. Hún hringdi svo á sjúkrabíl. Á Landspítalanum kom alvarleiki meiðslanna í ljós og þurfti Ásdís að vera rúmliggjandi næstu daga á eftir.

Ásdís er nú á ágætum batavegi þó hún styðjist við hækjur og fari lengri ferðir í hjólastól. Hún kveðst taka einn dag í einu en segir að óvissan sé erfið. „Ég verð bara að taka þessu eins og öðrum stórum verkefnum í mínu lífi með styrk og ákveðni. Þetta verður allt í lagi eftir smá tíma og verður vonandi fljótt að líða.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur
Fókus
Í gær

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Coldplay rasandi eftir nýjustu yfirlýsingu sveitarinnar – „Hver ​​ætlar að endurgreiða mér?“

Aðdáendur Coldplay rasandi eftir nýjustu yfirlýsingu sveitarinnar – „Hver ​​ætlar að endurgreiða mér?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt börn fyrir tíma samfélagsmiðla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“