fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Jón Viðar og Sóllilja nýtt par

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 20. mars 2016 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Arnþórsson bardagakappi og formaður Mjölnis deildi mynd af sér ásamt Sóllilju Baltasarsdóttur á Instagram en þau eru nýtt par. Myndin er tekin í náttúrulaug í blíðviðrinu í gær.

Á vef Séð og heyrt segir að Sóllilja sé dóttir Baltasars Kormáks leikstjóra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún getið sér gott orð sem hönnuður og slógu handmálaðar ullarpeysur hennar í gegn.

Jón Viðar hefur verið kallaður herra Mjölnir en hann er forseti Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson. Hefur Jón Viðar verið mikið í fréttum undanfarin ár og hlotið mikið lof fyrir að byggja upp Mjölni sem er eitt vinsælasta íþróttafélag landsins

Jón Viðar var í sambúð með Ágústu Evu Erlendsdóttur leikkonu en í síðasta mánuði greindu þau frá því að þau hefðu ákveðið að fara hvort í sína áttina. Sagði Jón Viðar þá: „Það var ekkert sérstakt sem kom uppá heldur ákváðum við þetta bara og allt í góðu. Við verðum því bara vinir áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“