

Hjónin Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturport, og Björn Hlynur Haraldsson, leikari og leikstjóri, hafa sett íbúð sína í Skipholti á sölu.
Íbúðin er 171 fm efri sérhæð í húsi sem var byggt árið 1967.

Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús og borðstofu í opnu rými, stofu, herbergi inn af stofu sem er nýtt sem sjónvarpsherbergi, þrjú svefnherbergi á svefngangi, baðherbergi og þvottaherbergi.

Bílskúrnum hefur verið breytt í stúdíóíbúð.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.