

Hjónin Sara Oskarsson, listamaður og læknanemi, og Andri Thor Birgisson, kvikmyndaframleiðandi, hafa sett íbúð sína á sölu.
„Ný ævintýri framundan,“ segir Andri Thor.

Íbúðin er 153,1 fm á 2. hæð í húsi sem byggt var árið 2023. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með eyju í alrými með stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottaherbergi.

Útgengt á góðar svalir til suðvesturs úr stofu. Sérgeymsla og sérstæði í bílakjallara.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.