

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann kláraði nýverið doktorsnám í sálfræði. Hann heimsótti Ísland um jólin en er núna mættur til Tansaníu í Afríku til að klifra Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Hann var að millilenda í Istanbúl og var settur á biðlista eftir að komast í flug. Beggi deildi ævintýrinu með fylgjendum sínum á Instagram, sem eru yfir 330 þúsund talsins, og sagði að viðbrögð sín væru dæmi um „hæfni sem skiptir mestu máli í lífinu.“
„Flugið mitt er fullt og ég hef verið settur á biðlista. Ég var að fá þessar upplýsingar fyrir svona tíu mínútum. Viðbrögð mín voru engin, ekkert. Því segjum að ég kemst ekki í flugið, það er vandamál fyrir framtíðar mig til að hafa áhyggjur af. En núna… ég er kátur, glaður og ekkert stressaður. Ég er að borða ljúffengar hnetur,“ segir hann.
„Ég held að ef þú þróar þennan hæfileika með þér, að bregðast við af yfirvegun en ekki af hvatvísi, þá hafa svona aðstæður ekki áhrif á þig og það mun hafa jákvæð áhrif á líf þitt.
Eins og þegar einhver svínar fyrir þig í umferðinni, þú færð rangan mat á veitingastað, vinur þinn segir eitthvað við þig, einhver hafnar þér. Því meira sem þér tekst að fara í gegnum tilfinningarnar og ákveða hvað þú vilt gera við þær, því betra verður líf þitt. Kannski kemst ég í flugið og allt verður í góðu lagi, ég vil þá ekki eyða tíma í óþarfa stress og áhyggjur.“
En komst Beggi af biðlistanum?
„Ég komst ekki í flugið. Ég viðurkenni að ég var pirraður í augnablik, en hvað á maður að gera? Ég ætla að bóka mér gott hótelherbergi og njóta kvöldsins.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan, smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram