fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Bergsveinn var settur á biðlista eftir að komast í flug – Svona brást hann við

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 09:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, leyfir ekki óþarfa áhyggjum að hafa áhrif á sig.

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann kláraði nýverið doktorsnám í sálfræði. Hann heimsótti Ísland um jólin en er núna mættur til Tansaníu í Afríku til að klifra Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Hann var að millilenda í Istanbúl og var settur á biðlista eftir að komast í flug. Beggi deildi ævintýrinu með fylgjendum sínum á Instagram, sem eru yfir 330 þúsund talsins, og sagði að viðbrögð sín væru dæmi um „hæfni sem skiptir mestu máli í lífinu.“

„Flugið mitt er fullt og ég hef verið settur á biðlista. Ég var að fá þessar upplýsingar fyrir svona tíu mínútum. Viðbrögð mín voru engin, ekkert. Því segjum að ég kemst ekki í flugið, það er vandamál fyrir framtíðar mig til að hafa áhyggjur af. En núna… ég er kátur, glaður og ekkert stressaður. Ég er að borða ljúffengar hnetur,“ segir hann.

„Ég held að ef þú þróar þennan hæfileika með þér, að bregðast við af yfirvegun en ekki af hvatvísi, þá hafa svona aðstæður ekki áhrif á þig og það mun hafa jákvæð áhrif á líf þitt.

Eins og þegar einhver svínar fyrir þig í umferðinni, þú færð rangan mat á veitingastað, vinur þinn segir eitthvað við þig, einhver hafnar þér. Því meira sem þér tekst að fara í gegnum tilfinningarnar og ákveða hvað þú vilt gera við þær, því betra verður líf þitt. Kannski kemst ég í flugið og allt verður í góðu lagi, ég vil þá ekki eyða tíma í óþarfa stress og áhyggjur.“

En komst Beggi af biðlistanum?

„Ég komst ekki í flugið. Ég viðurkenni að ég var pirraður í augnablik, en hvað á maður að gera? Ég ætla að bóka mér gott hótelherbergi og njóta kvöldsins.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan, smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir þessum atriðum í AGT? – Leyndarmálið á bak við töfrana útskýrt

Manstu eftir þessum atriðum í AGT? – Leyndarmálið á bak við töfrana útskýrt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“

Vandræðaskáldin kveðja liðið ár með söng – „2025 er horfið í hið græna gímald eilífðarinnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona notar þú kjöthitamæli rétt

Svona notar þú kjöthitamæli rétt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“