fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. janúar 2026 13:30

Díana kynntist réttinum á heilsuhæli í Sviss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu nýtur nú síaukinna vinsælda, næstum þrjátíu árum eftir dauða hennar. Um er að ræða útfærslu á svokölluðum „overnight“ hafragraut.

Eins og kemur fram í umfjöllun miðilsins The Takeout þá dvaldi Díana prinsessa á heilsuhæli í Sviss í byrjun tíunda áratugarins. Þegar hún sneri aftur heim í höllu drottningar hafði hún með sér uppskrift frá hælinu sem hún bað hinn konunglega kokk, Darren McGrady, að búa til á hverjum morgni.

Í Sviss kallast rétturinn Bircher muesli, eftir næringarfræðingnum Maxmilian Oskar Bircher-Benner, og er gróflega það sem við þekkjum í dag sem „overnight“ hafragrautur. En ekki eins og flestir þekkja grautinn í dag, það er að láta hafrana í mjólk eða einhvers konar mjólkurvöru yfir nótt.

Darren McGrady kokkur hirðarinnar gerði morgunmatinn fyrir Díönu.

Nei, Díana vildi láta hafrana marinerast í appelsínusafa yfir nótt. McGrady bar þetta fram með grískri jógúrt, hunangi, sítrónusafa, rifnu „Honeycrisp“ epli, ferskum bláberjum og valhnetum. Úr varð trefjaríkur og sætur morgunverður sem var næringarríkur, ferskur og mettandi.

Bircher-Benner bjó til réttinn snemma á síðustu öld en hafði frekar hugsað hann sem forrétt heldur en sem morgunverð. Engu að síður er rétturinn orðinn staðlaður morgunverður á svissneskum heilsuhælum, sem eru talin þau bestu í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“