fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Fókus
Þriðjudaginn 9. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimspekingurinn Chris Carter fullyrðir að það sé líf eftir dauðann, svokallað eftirlíf. Hann gaf nýlega út bókina The Case for the Afterlifa þar sem hann rekur meintar sannanir fyrir þessari fullyrðingu sinni og heldur því fram að lífinu ljúki ekki þegar við yfirgefum okkar jarðlegu skel, í reynd sé dauðinn aðeins upphaf ferðalagsins.

Bókin byggir á rannsókn hans á frásögnum þeirra sem hafa snúið aftur frá dauðanum, fengið vitjanir á dánarbeði, frásögnum barna sem segjast muna sitt fyrra líf og meintum skilaboðum að handan.

Meðal annars fer Carter yfir skilaboð Frederic Myers, sem er stofnandi samtakanna Society for Psychical Reasearch. Myers lést árið 1901, en því er haldið fram að rúmum tveimur áratugum eftir andlát sitt hafi Myers haft samband, að handann, við miðil og gefið skýrslu um eftirlífið. Þar mun Myers hafa lýst ferðalagi sínu þar sem hann ferðaðist í gegnum ólík tilverustig. Ferðalagið hófst á jörðinni en síðan fór Myers á önnur stig sem hann kallaði Hades, Ímyndunarsviðið, Eido, Eldssviðið, Ljóssviðið og Handan hins ytra.

Myers mun hafa lýst því að eftirlífið felist í ferðalagi í gegnum öll þessi stig. Hver og einn geti upplifað þetta ferðalag með ólíkum hætti enda fari reynslan eftir því hvernig fólk lifði lífinu sínu á jörðinni. Sálin fær þó tækifæri til að hrista af sér sjálfselsku og grimmd, ef því er fyrir að fara, og kemst loks á lokastigið þar sem hún fær loksins að hitta æðri máttinn. Áður en til þess kemur hefur sálin hreinsað sig af mannlegum breiskleika, áþreifanlegri tilveru og náð því að verða ókæfanlegt hvítt ljós.

Chris Carter rekur að þessi skilaboð frá Myers segi í rauninni að það sé ekkert eiginlegt himnaríki og ekkert helvíti. Þetta sé ferðalag sem gefur sálinni hvíld, heilun og hreinsun áður en henni er loksins lyft á það plan að hún geti tengst æðri mættinum. Myers hafi í raun haldið því fram að manneskjan hafi enga getu til að skilja eða átta sig á því hvað þessi æðri máttur er, ekki fyrr en að ferðalaginu í gegnum eftirlífið er lokið.

Rétt er að taka fram að hér er um kenningu eins manns að ræða og helsta heimild hans er frásögn draugs sem talaði í gegnum miðil tveimur áratugum eftir andlát sitt. Fyrir áhugasama má svo benda á rannsókn á dauðanum sem fór fram í háskólanum í Liege í Belgíu, en þar er því haldið fram að flestar frásagnir um meint eftirlífi megi rekja til örvæntingarfullrar tilraunar heilans til að bjarga sér frá dauðanum.

Express greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta situr ennþá í mér í dag“

„Þetta situr ennþá í mér í dag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla