Hljómsveitin Coldplay hélt eftirminnilega tónleika í Boston þann 16. júlí sem munu seint líða mönnum úr minni. Coldplay notaði svokallaða kossavél (e. kiss-cam) til að varpa upp myndum af ástföngnum tónleikagestum. Þegar myndavélin beindist að þeim Andy Byron og Kristin Cabot krossbrá þeim. Þau höfðu verið í innilegu faðmlagi en þegar myndavélin beindist að þeim sneri Kristin sér hratt við og Andy nánast kastaði sér til hliðar. Þau voru bæði gift, en ekki hvort öðru.
@thesun Cringeworthy footage shows the moment Coldplay’s Chris Martin accidentally exposed a tech tycoon seemingly having an affair with a colleague. #coldplay #cheating #caughtout #fyp #chrismartin ♬ original sound – The Sun
Myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima og vakti málið gríðarlega athygli. Andy var forstjóri tæknifyrirtækisins Astronomer, en hefur sagt af sér. Kristin starfaði hjá sama fyrirtæki sem mannauðsstjóri en hún hefur einnig sagt starfi sínu lausu.
NBC greindi frá því um helgina að Kristin Cabot væri búin að sækja um skilnað frá Andrew. Hún lagði fram skilnaðarskjöl þann 13. ágúst síðastliðinn.
Margir veltu því fyrir sér hvort að skilnaðurinn tengdist atvikinu í júlí en nú hefur Andrew stigið fram og rofið þögnina.
Talskona hans sagði í samtali við People í gær að parið hafi verið skilið á borði og sæng nokkrum vikum fyrir Coldplay tónleikana.
„Þau voru búin að taka ákvörðun um skilnað fyrir þetta kvöld. Nú þegar þetta er orðið opinbert vonar Andrew að fólk veiti fjölskyldu hans frið.“
Talskonan sagði einnig að Andrew mun ekki tjá sig frekar um málið.