Haustmót Lyftingasambands Íslands (LSÍ) í ólympískum lyftingum var haldið síðasta sunnudag í húsnæði World Class (World Fit) á Völlunum í Hafnarfirði.
Guðný Björk Stefánsdóttir varð stigahæst kvenna og hefur tryggt sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði.
Stighæstur karla varð Viktor Jóhann Kristófesrsson.
Alls 24 keppenndur mættu til leiks og sýndu flott tilþrif. Athygli vakti að af þessum 24 keppendum var 21 kona. Eru ólympískar lyftingar í mikilli sókn hér á landi, sérstaklega meðal kvenna.
Í spilaranum hér að neðan má sjá skemmtilegar svipmyndir frá mótinu.