fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fókus

Lupita og Carmen eru samvaxnir tvíburar – Þetta gerir hún til að dreifa huganum á meðan systirin stundar kynlíf

Fókus
Þriðjudaginn 23. september 2025 11:05

Carmen, Lupita og Daniel. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lupita og Carmen Andrade eru samvaxnir tvíburar og hafa lengi verið í sviðsljósinu. Carmen giftist eiginmanni sínum, Daniel McCormack, fyrir ári síðan.

Lupita útskýrir hvernig hún dreifir huganum þegar Carmen og Daniel eru innileg, kúra og stunda kynlíf, en hún sjálf skilgreinir sig sem eikynhneigða (e. asexual).

„Ég er með heyrnartól og síma, mér er alveg sama,“ sagði Lupita í samtali við People.

Hún sagðist líta meira á Daniel sem bróður. „Ég elska hann sem bróður, ekkert meira en það.“

Carmen sagði einnig að þau hjónin virða óskir Lupitu, eins og þegar henni líður óþægilega þegar Carmen og Daniel vilja eiga stund saman.

Carmen og Lupita eru með sitt hvort hjartað, lungu og maga, en deila sömu rifbeinum, blóðrásakerfi, meltingarkerfi og æxlunarfærum.

Hjónin ætla ekki að verða foreldrar. „Engin börn og hef aldrei langað í börn,“ sagði Daniel við People.

Carmen tók undir: „Ég hef aldrei séð fyrir mér að verða móðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa breytt þessu í svefnherberginu og það bjargaði hjónabandinu

Segist hafa breytt þessu í svefnherberginu og það bjargaði hjónabandinu
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Varð að prófa laxasæðismeðferðina

Vikan á Instagram – Varð að prófa laxasæðismeðferðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“

„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grímur setur Funkis-höllina aftur á sölu

Grímur setur Funkis-höllina aftur á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins

Matargyðjan opinberar hvernig Ozempic hjálpaði henni að sigrast á þunglyndi eftir andlát sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Innviðaráðherra á von á barni

Innviðaráðherra á von á barni