„Einstakt tækifæri að eignast alvöru lúxus sveitasetur,“ kemur fram í fasteignaauglýsingunni.
Eignin er í fullum rekstri í dag og selst með innbúi, lausamunum og gistileyfi/rekstrarleyfi.
Það eru tíu svefnherbergi, þar af eru fimm þeirra með sérbaðherbergi.
Það eru fjögur sameiginleg baðherbergi og eitt gestasalerni.
Stofan er stór með mikilli lofthæð, arni, tveimur setustofum, veglegri borðstofu og bar.
Það er stórt atvinnueldhús, líkamsræktarsalur, tómstundaherbergi og heilsulind með sauna, köldum kerjum og afslöppunarrými.
Eignin er rúmlega 685 fermetrar og eins og fyrr segir er ásett verið 700 milljónir.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir hér.