fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Fókus
Mánudaginn 15. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorgin getur birst í ótal mörgum myndum. Tónlistarkonan Gugga Lísa (Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir) tæklar hana með einstaklega fallegu og hjartnæmu nýju lagi sem nefnist „Engillinn minn“ sem hún gaf út föstudaginn 12. September.

Lagið Engillinn minn samdi hún í minningu móður hennar, Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur, sem lést úr krabbameini árið 2021 eftir stutta og erfiða baráttu. Þó að Gugga hafi áður gefið út tónlist, lýsir hún þessu lagi sem eitt af því persónulegasta sem hún hefur samið.
„Fljúgðu, engillinn minn“ þessi lína kom til mín áður en mamma kvaddi. Það var eins og innsæið vissi áður en raunveruleikinn tók við,“ segir hún.

„Restin af laginu varð til í kjölfar fráfallsins sem síðan hjálpaði mér til að takast á við sorgina og að sleppa takinu af móður minni. Tónlist getur verið svo mikill farvegur fyrir bæn, kveðju og lækningu. Það varð lækning í hjartanu sem gaf huggun og von. Ég trúi að margir geti speglað sig í þessu lagi,“ segir Gugga Lísa.

Móðir Guðbjargar Elísu (Guggu Lísu), Kristín, var mikil fyrirmynd í lífi hennar og í trú. Hún studdi dóttur sína frá upphafi tónlistar ferilsins. Kristín tók þátt í tónlistarmyndbandi hennar Guggu (Lífið er núna) Það lag var tileinkað baráttu Kristínu og Krafti, félagi ungs fólks með krabbamein og aðstandendum þeirra. Tónlistarmyndbandið er einstaklega táknrænt myndband þar sem að móðir hennar berst eins og hetja á sömu stundu og hún var að berjast fyrir lífinu sínu. Kristín lést skömmu seinna. Minning hennar lifir nú áfram í gegnum lögin hennar Guggu Lísu og plötuna, sem snerta á algildum spurningum um missi, trú og tilgang.

Mynd: Kristín Snæfells Arnþórsdóttir – Móðir Guðbjargar (Lífið er núna)

Nýlega gaf Gugga út tónlistarmyndband við lagið Engillinn minn, þar sem sjónræn túlkun og djúp persónuleg nærvera fá að flæða áfram og dýpka tenginguna við þá sögu sem lagið segir.

Lagið er jafnframt fyrsta lagið sem gefið er út af væntanlegri plötu Guggu Lísu, sem ber nafnið „Komi Ríki Þitt“ og kemur út 26. september. á Spotify. Platan inniheldur níu frumsamin lög og nokkur í samstarfi við aðra listamenn og er platan vitnisburður um mátt Guðs, kærleika, miskunn og náð.

Hægt er að næla sér í plötuna á bæði vínyl og CD í Plötubúðinni, Kirkjuhúsinu, verslun Alda Music og verslunin Jata.

Hlustaðu á Engillinn minn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“