fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Fókus
Föstudaginn 12. september 2025 20:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og kærastinn minn stundum ótrúlegt kynlíf, þannig af hverju á hann ennþá nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni?“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Konan útskýrir málið nánar.

„Ég rakst á myndirnar þegar tölvan mín bilaði og þurfti að fá hans lánaða. Ég tók eftir möppu sem var merkt „góðir tímar“ og þar voru fullt af nektarmyndum.

Ég hélt að sambandið okkar væri gott, en þetta sneri veröld minni á hvolf.“

Konan er 25 ára og kærastinn ári eldri. „Við byrjuðum saman eftir að við hittumst í partýi hjá sameiginlegum vin. Við fórum heim til mín sama kvöld og kynlífið var magnað. Fyrst snerist þetta bara um kynlíf. Hann viðurkenndi að hann ætti kærustu en sagði að hún hefði engan áhuga á kynlífi, svo hún var ekki ógn í mínum huga.

En síðan þróaðist sambandið okkar og hann hætti með kærustunni sinni og flutti inn til mín. Við erum svo góð saman en ég hef verið að upplifa mikið óöryggi eftir að ég fann myndirnar.

Hún er miklu meiri kroppur en ég og mér finnst það mjög sár tilhugsun að hann hafi geymt myndirnar.

Ég var að vona að hann hafi bara gleymt að eyða þeim og að þær væru þarna, en nokkrum dögum síðar tók hann nektarmyndir af mér og ég sá hann vista þær í sömu möppu. Hann vissi alveg af þessu og vildi bara geyma þær.

Ég get ekkert sagt, því þá veit hann að ég var að njósna.“

Konan spyr hvað sé til ráða.

Ráðgjafinn svarar:

„Það  er ekki heilbrigt að byrgja tilfinningarnar inni. Ef þú vilt vera með honum þá þarftu að geta talað við hann um erfiða og óþægilega hluti.

Segðu honum einfaldlega sannleikann. Segðu honum: „Ég fann gamlar myndir af fyrrverandi kærustu þinni og ég er miður mín að þú hafir geymt þær.“

Þetta snýst ekki um að ásaka hann, en ef honum þykir vænt um þig þá mun hann vera skilningsríkur og saman ættuð þið að finna lausn sem þið eruð bæði ánægð með.

Þú hefur líka allan rétt á að biðja hann um að eyða þeim og ef hann er ekki tilbúinn til að gera það þá þarftu að ákveða hvort það sé lína sem þú dregur í sandinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta situr ennþá í mér í dag“

„Þetta situr ennþá í mér í dag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara