Tónlistarkonan Lil Tay stofnaði OnlyFans-síðu um leið og hún varð átján ára. Hún þénaði 123 milljónir króna á fyrstu þremur klukkutímunum.
Faðir hennar, Chris Hope hefur stigið fram og tjáð sig um nýja verkefni dóttur sinnar. Í viðtali við TMZ sagði hann að Lil Tay, sem heitir réttu nafni Claire Eileen Qi Hope, er fullorðin núna og „tekur eigin ákvarðanir:“
Hann sagði einnig: „Ég er viss um að henni á eftir að ganga vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Lil Tay skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og árið 2018 hafði hún vakið gífurleg athygli fyrir myndbönd af henni veifa seðlum í rándýrum sportbílum. Hún var þá aðeins ellefu ára gömul.
Það hefur verið stríð á milli foreldranna um samfélagsmiðlafrægð Lil Tay síðan 2018 og fékk um tíma faðir hennar forræði og dró hana úr sviðsljósinu. En móðir hennar og bróðir gáfust ekki upp og birti bróðir hennar, Jason, meðal annars alvarlegar ásakanir á hendur Chris á Instagram.
Það var ekki fyrr en í október 2023, fimm árum eftir að Lil Tay „hvarf“ af samfélagsmiðlum, sem hún sneri aftur. Hún hefur síðan þá verið virk á Instagram og birt djarfar myndir af sér frá sextán ára aldri. Hún taldi síðan niður þar til hún varð átján ára og myndi deila OnlyFans-síðunni sinni með áhugasömum.
Málið hefur vakið mikinn óhug, að vita til þess að svona margir fullorðnir karlmenn væru að bíða og tilbúnir.