Hann ræðir um málið í kjölfar þess að 24 ára karlmaður féll í yfirlið og endaði á gjörgæslu eftir að hafa farið rakleitt í heita sturtu eftir æfingu.
Smkvæmt Dhamija stundar maðurinn reglulega líkamsrækt og hafði þennan dag nýlokið æfingu og farið beint í sturtu. Hálftíma seinna var hann enn inni á baðherbergi og svaraði ekki viðstöddum, það þurfti að brjóta niður hurðina og fannst hann meðvitundarlaus á gólfinu með mjög veikan púls. Hann var fluttur á bráðamóttöku og settur í öndunarvél.
„Hann slapp naumlega frá dauðanum,“ segir læknirinn.
Dr. Zac Turner, ástralskur heimilislæknir, útskýrir í samtali við News.com.au af hverju þetta er hættulegt. Eftir að æfingu er hjartslátturinn hraður, æðarnar útvíkkaðar og líkaminn byrjar að kæla sig.
Ef þú ferð strax í mjög heita sturtu þá geta æðarnar víkkað enn frekar, sem veldur snöggri lækkun á blóðþrýstingi. Þá getur þú fundið fyrir svima eða jafnvel fallið í yfirlið.
Turner segir að flestir geti farið í sturtu eftir æfingu án vandræða, en ráðleggur fólki að bíða í fimm til tíu mínútur og leyfa líkamanum að jafna sig. Hann segir að það sé betra að fara í kalda eða volga sturtu eftir æfingu og það hafi einnig góð áhrif á bataferlið eftir æfingu.
Dhamija leggur áherslu á að fólk sem kýs að fara í heitar sturtur verði að þekkja viðvörunarmerkin, eins og svima eða ljósfælni, og skrúfa strax fyrir ef slík einkenni byrja að koma fram.
Hann minnir einnig á mikilvægi þess að drekka vel af vatni eftir æfingu.
„Hreyfing á að styrkja þig – ekki færa þig nær dauðanum,“ segir hann.