Söng- og leikkonan Jennifer Lopez var að versla í Tyrklandi þegar henni var meinaður aðgangur að alþjóðlegri Chanel verslun. Málið hefur vakið athygli og þá sérstaklega viðbrögð hennar, sem komu mörgum á óvart.
Tyrkneski miðillinn Turkiye Today greinir frá og birtir myndir af söngkonunni í verslunarleiðangrinum.
Samkvæmt miðlium var söngkonan stödd í Istinye Park í Istanbúl – sem er ein af fínni verslunarmiðstöðvum stórborgarinnar – þegar hún nálgaðist Chanel verslun. Öryggisvörður inni í versluninni á að hafa stöðvað hana og komið í veg fyrir að hún fengi að fara inn, sem virtist ekki trufla hana.
„Ókei, ekkert mál,“ sagði söngkonan og gekk í burtu. Þetta virtust hafa verið mistök hjá öryggisverðinum því tyrkneski miðillinn greinir einnig frá því að starfsmenn verslunarinnar höfðu samband við J-Lo og buðu henni að koma aftur, en hún afþakkaði boðið.
Í staðinn eyddi hún mörgum milljónum í öðrum verslunum eins og Celine og Beymen, samkvæmt Turkiye Today.