fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Fókus
Föstudaginn 8. ágúst 2025 10:53

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hvatti kærustu mína til að senda vini mínum nektarmyndir af sér. Það voru skelfileg mistök.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

„Ég er hræddur um að hún sé fallin fyrir honum og það sé alfarið mér að kenna og nú muni ég missa hana,“ segir maðurinn.

Þau eru bæði á fertugsaldri og hafa verið saman í átta ár.

Hann segir að kærasta hans er með hörkukropp og að hann fái ekki nóg af því. „Hún sendir mér stundum nektarmyndir þegar við erum ekki saman […] Nýlega sagði ég henni að mér þætti ekki sanngjarnt að bara ég fái að dást að ótrúlegum líkama hennar. Ég sagði að það væri synd að enginn annar fengi að sjá þessar myndir og spurði hvort henni væri sama að ég myndi deila myndunum með vini mínum.

Hún sagðist fyrst ekki vera viss, en ég náði að sannfæra hana. Ég gaf henni símanúmerið hjá vini mínum og sagði henni að senda honum beint myndirnar. Hann sagði mér að honum þætti hún glæsileg.“

En þá byrjuðu vandræðin.

„Fyrir nokkrum dögum sá ég hana flissa yfir einhverju í símanum hennar. Þegar ég spurði hvað væri svona fyndið þá roðnaði hún og sagði að vinur minn hafði sent henni nokkrar myndir. Þetta voru myndir af typpinu hans.

Ég var ótrúlega afbrýðisamur, hann er mjög stór að neðan, mun stærri en ég.

Ég skoðaði síðan símann hennar meðan hún var í sturtu og sá að hún hefur verið að senda honum myndir og myndbönd, sumt af þessu hefur hún ekki einu sinni sent mér. Ég er svo reiður út í mig sjálfan. Ég er viss um að það stefni í framhjáhald en ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að þú sért afbrýðisamur en þú hugsaðir þetta ekki alveg í gegn og nú hefur komið upp óheppileg staða.

En það er ekki alveg ljóst hvað er í gangi á milli þeirra. Kannski er hún reið út í þig að vilja deila myndunum af henni og þetta er hennar leið til að hefna sín, eða kannski heldur hún að þetta sé það sem þú vilt.

Eða, eins og þú óttast, er hún ástfangin af vini þínum.

Hvað sem málið er þá þarftu að tala við hana og segja henni hvernig þér líður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“