fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Fókus
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Heidi Klum og eiginmaður hennar, þýski tónlistarmaðurinn Tom Kaulitz, eru að losa sig við orma og sníkjudýr sem þau telja að búi í líkama sínum.

Klum, 52 ára, sagði við Wall Street Journal fyrr í vikunni að hún og eiginmaðurinn, 35 ára, ætluðu að „afhreinsa og losa sig við sníkjudýr í fyrsta skipti“, ferli sem hún býst við að taki nokkra mánuði.

Greindi Klum frá þessu eftir að hafa verið spurð í viðtalinu hvort hún fylgdi ákveðnu mataræði.

„Ég geri það ekki. Ég ætla að afhreinsa og losa mig við sníkjudýr í fyrsta skipti,“ svaraði hún.
„Allt sem ég fæ á Instagram-strauminn minn núna snýst um orma og sníkjudýr. Svo ég er að gera ormahreinsun og sníkjudýrahreinsun með eiginmanni mínum.“

Sagðist Klum hafa heyrt að fólk ætti að framkvæma slíka hreinsun árlega. Sagðist hún sjálf aldrei hafa gert þetta áður og finndist hún því vera töluvert á eftir þegar kæmi að þessu málefni.

„Ég veit ekki hvað í ósköpunum kemur út úr þessu,“ játaði hún.

Þegar Klum var spurð hvort það væri eitthvað sem gæfi til kynna að ormar eða sníkjudýr hefðu hreiðrað um sig í líkömum þeirra hjóna svaraði hún: „Svo virðist sem við séum öll með sníkjudýr og orma. Ef þú ert einhver sem borðar hrátt af og til, eins og til dæmis sushi.“ Segir Klum að til séu pillur til að losna við sníkjudýrin sem „innihalda allar þessar jurtir. Það er mikið af negul þar. Sníkjudýrið hatar negul. Það hatar líka fræin úr papaya.“

Klum hefur vakið athygli fyrir svakaleg gervi sem hún klæðist á hrekkjavökunni árlega og árið 2022 vill svo skemmtilega til að hún var risastór ormur.

Dr. David Purow, meltingarfæralæknir á Huntington-sjúkrahúsinu í New York, varaði The Post við því að fullyrðingar Klums væru svolítið ýktar.

„Ekki allir hafa sníkjudýr og orma sem hluta af eðlilegri örveruflóru sinni,“ útskýrði hann og bætti við að „það eru engir augljósir og sannaðir ávinningar af þessum hreinsunaraðferðum.
Það er ólíklegt að við munum nokkurn tímann sjá einhvern fjármagna rannsókn til að sjá hvort hægt sé að sanna að þessar náttúrulegu jurtir og aukaafurðir séu árangursríkar.“

Þó að rannsóknir bendi til þess að negull geti hjálpað til við að drepa orma og túrmerik sé þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika sína, telur Purow að „ekki hafi verið gerðar nægar rannsóknir til að við getum með sanni vitað hverjar eru bestar.“

Hann varaði einnig við því að sum náttúrulyf geti haft í för með sér alvarlega áhættu.

„Malurt getur til dæmis valdið taugaskaða. Stórir skammtar af túrmerik og negulolíu geta valdið lifrarskaða. Ég hef vissulega áhyggjur af mörgum hreinsunaraðferðum sem fólk velur að gera, en þegar þær eru rannsakaðar vandlega eru sumar sem sjúklingar mínir hafa fundið gagnlegar.“

Leggur Purow til að fólk ráðleggi sig við lækni áður en það fer í ofangreindar hreinsunaraðgerðir.

Í viðtalinu sagðist Klum ekki stunda hefðbundna líkamsrækt.

„Mér finnst eins og ég hreyfi mig á hverjum degi því ég sit ekki í sófanum. Ég er alltaf að hreyfa mig, gera hluti. Ég hef engan sem pakkar niður og tekur upp fyrir mig. Ég sinni þúsundum erinda,“ sagði hún.

„Í dag, til dæmis, fer ég í mátun þar sem ég mun máta ég veit ekki hversu margar flíkur. Þannig að ég klæði mig úr, í, úr, í, úr, í, veit ekki hversu oft. Svo mér finnst ég vera að hreyfa mig eiginlega allan tímann. Svo erum við með sundlaug heima þannig að ég syndi aðeins. Og við erum með trampólín.“

Þrátt fyrir krefjandi dagskrá segist Klum ekki drekka alvöru koffín því það fái hana til að finnast hún uppgefin.

„Ég drekk koffínlaust kaffi á morgnana með mjólk og sykri. Ljóst og sætt, alveg eins og ég,“ segir hún glettin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs