Hálandaleikarnir voru haldnir í Reykholti í Biskupstungum um síðustu helgi. Var þar keppt í hefðbundnum greinum skoskra hálandaleika, þ.e. staurakasti, 25 kg lóðkasti yfir rá, sleggjukasti, 28 punda lóðkasti og steinkasti.
Fjórir kappar mættu til leiks, klæddir skotapilstum, og sýndu frábær tilþrif. Hvorki keppendur né áhorfendur létu lítilsháttar rigningu og rok á sig fá, en fjölmargir áhorfendur fylgdust með leikunum. Ekki spillti ánægjunni að unga kynslóðin meðal áhorfenda fékk einnig að spreyta sig á aflraunum.
Sigurvegari keppninnar var Heiðar Geirmundsson. Hann er margreyndur keppandi í hálandaleikum og var um tíma atvinnumaður í Skotlandi.
Sjón er sögu ríkari og hér að neðan er skemmtilegt myndband frá leikunum:
Hálandaleikar Reykholti