fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 12:30

John Cena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og glímukappinn John Cena þakkar aðdáendum sínum í glímuheiminum, WWE (e. World Wrestling Entertaining), fyrir ákvörðun sem breytti lífi Cena til hins betra.

Í forsíðuviðtali People í ágúst segir Cena, sem hyggst hætta í glímunni í lok þessa árs, frá því að hárígræðslasem hann fékk í nóvember væri að hjálpa leiklistarferli hans. Segir hann að áhorfendur WWE hafi hvatt hann til að kynna sér hárígræðslu og segist hann ekki geta verið ánægðari.

„Þeir gera ekkert nema að færa hárið á þér, eitt af öðru, frá einum stað til annars,“ sagði Cena, 48 ára, um aðgerðina. „… Ef einhver ætlar að gera grín að mér, þá held ég að það sé engin skömm í þessari aðgerð. Hún breytti lífi mínu algjörlega.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by People Magazine (@people)

„Þeir eru ástæðan fyrir bjartsýni minni, þrautseigju minni og ástríðu,“ segir Cena um áhorfendur WWE. „Þeir láta þig ekki komast upp með að svindla því þeir munu éta þig lifandi. Þegar ég var að reyna að fela hárlosið mitt, þá voru áhorfendur að draga það fram í dagsljósið.
Ég sá skilti þeirra sem stóð á: „Sköllótti John Cena.“ Þeir hvöttu mig til að fara og sjá hvaða möguleika ég hefði.“

Cena hefur tekið upp ítarlega hárgreiðsluvenju til að viðhalda nýja hárinu.
„Ég er núna með rútínu: rauðljósameðferð, minoxidil, vítamín, sjampó, hárnæringu og ég fór líka í hárígræðslu í nóvember síðastliðnum,“ sagði hann. „Ég hata þá staðreynd að ef það væri ekki svona mikil skömm í kringum þessar aðgerðir, þá hefði ég látið gera þetta fyrir tíu árum. Ég hélt ég væri einn, en sjö eða átta af hverjum 10 körlum þjást af þynningu hárs eða skalla.“

Þegar kemur að leiklistarferil sínum segir Cena:„Öðruvísi hárgreiðsla færir mér öðruvísi hlutverk með meiri vinnu, þannig get ég gert það sem ég elska að gera.“

„Aldur spilar inn í. Ég er ekki eins sterkur eða eins hraður og ég var áður,“ sagði Cena um fyrirhuguð lok glímuferilsins. „Ég lofaði því eftir að frægðin bankaði upp á að þegar ég yrði skrefi hægari myndi ég hætta, því það verða aðrir sem sem bíða eftir tækifærinu sem ég fékk.“

Cena segir að forgangsröðun hans í lífinu hafi breyst, í forgangi núna sé heilsan og samband hans við eiginkonuna og verkfræðinginn Shay Shariatzadeh, en þau hafa verið saman frá árinu 2019 og giftu sig árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs