fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fókus
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 13:35

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður opnar sig um upplifun sína af þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hvaða áhrif það hefur haft á getnaðarlim hans. Hann segir breytingarnar meira en velkomnar en að það sé lítið rætt um þetta og að hann hafi ekki haft hugmynd um að þetta væri möguleiki.

DailyMail ræddi við Frank, 36 ára karlmann frá New Mexico í Bandaríkjunum.

Frank var um 130 kíló þegar hann byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfinu fyrir tveimur árum. Læknir ávísaði honum Ozempic sem meðferð við sykursýki og vanvirkum skjaldkirtli.

Fyrst um sinn fann hann fyrir algengum aukaverkunum, eins og minni matarlyst, aukinni orku og bakflæði. En eftir að hafa verið á lyfinu í hálft ár fór hann að taka eftir óvæntum áhrifum sem enginn hafði varað hann við.

Hann var allt í einu farinn að vakna aftur með holdris, eitthvað sem hafði ekki gerst síðan árið 2020 vegna fylgikvilla sykursýkinnar. En ekki aðeins það, heldur virtist getnaðarlimur hans hafa stækkað um rúmlega tvo sentímetra.

Mynd/Getty Images

Trúa honum ekki

„Fólk virðist ekki trúa mér þegar ég sagði þeim þetta,“ segir hann og bætir við að hann hafi mælingar til að sanna mál sitt. Frank segist hafa notað iPhone símann sinn sem mælistiku. „Síðast þegar ég mældi mig [fyrir Ozempic] notaði ég símann minn, sem var þá iPhone 7 Plus, og ég var um 14,7 sentímetrar á lengd.“

Í þetta sinn notaði hann nýja símann sinn, sem er iPhone 15 Pro Max. Stærðin á limnum stemmdi við símann, sem er um 16 sentímetrar.

Sjónræn blekking?

Frank er ekki sá eini sem hefur tekið eftir þessari óvæntu aukaverkun.

New York Post fjallaði um málið í byrjun sumars og greindu frá umræðu á samfélagsmiðlum þar sem karlmenn sögðust hafa tekið eftir sýnilegri stækkun á kynfærum sínum eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja.

Sjá einnig: Ozempic-píkan var vesen – Ozempic-typpið virðist hins vegar vera veisla

Þó fullyrðingarnar hafi vakið mikla athygli, benda læknar og sérfræðingar á að líklega sé um að ræða sjónræna blekkingu frekar en líffræðilega stækkun. Þegar einstaklingur missir mikið af líkamsfitu – sérstaklega fitu sem safnast kringum lífbeinið – getur meira af limnum orðið sýnilegt. Einnig getur bætt blóðflæði og almenn heilsubót haft áhrif á virkni og útlit kynfæra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“

„Ég samþykkti makaskipti – Nú vill eiginmaður minn skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það