„Hver er þetta?“ sögðu margir þegar gamlar myndir af ástralska arkitektinum Biöncu Censori fóru á dreifingu. Myndirnar eru ekki svo gamlar, teknar árið 2021, en þær sýna muninn á útliti hennar áður en hún byrjaði með rapparanum Kanye West og eftir.
TMZ birti myndirnar af Biöncu þar sem hún er fullklædd að sitja fyrir tískufyrirtæki vinkonu sinnar.
Bianca Censori circa 2021 before her transformation as Kanye West’s muse ✨ pic.twitter.com/QYBtVToLBP
— TMZ (@TMZ) August 5, 2025
Eins og fyrr segir vöktu myndirnar mikla athygli þar sem Bianca klæðir sig allt öðruvísi í dag. Hún er þekkt fyrir að hneyksla með djörfum og efnislitlum klæðaburði og er orðrómur um að Kanye stjórni því hverju hún klæðist og borgi henni fyrir hvert skipti.
Sjá einnig: Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Kanye West’s ‘wife’ Bianca Censori goes barefoot, nearly busts out of bikini top in Italy with rapper https://t.co/PYFLv7Kj7i pic.twitter.com/a1ddIyqMEi
— Page Six (@PageSix) August 2, 2023