Pamela Stephenson Connolly er bandarískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í kynlífsröskunum. Hún svarar lesendabréfum fyrir The Guardian og í því nýjasta leitar karlmaður ráða vegna vandamála í svefnherberginu:
„Ég hef verið með eiginkonu minni í tólf ár. Hún sagði mér fyrir stuttu að hún hefur átt mun fleiri bólfélaga en ég, meira en 50 klárlega, gæti verið hundrað manns. Hún hefur bara verið í nokkrum langtíma samböndum. Ég hélt að fjöldinn truflaði mig ekki, ég þekkti hana ekki á þeim tíma og þetta var áður en við byrjuðum saman og það er ekki hægt að breyta fortíðinni.
En við stundum eiginlega aldrei kynlíf, einu sinni á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Kynhvötin hennar snarminnkaði eftir að við eignuðumst fyrsta barnið okkar fyrir tíu árum. Hún segir að stressið í kringum börnin sé ástæðan, en mér líður eins og hún laðist ekki lengur að mér. Hvort sem það er rétt eða rangt hjá mér þá truflar það mig núna að hún var tilbúin að sofa hjá svona mörgum aðilum en vill ekki stunda kynlíf með mér.“
Pamela svarar:
„Þegar kynhvöt maka minnkar er algengt að hinn aðilinn haldi að löngunin sé horfin, en það er oft alls ekki raunin. Það er líklegra að eiginkona þín á erfitt með að finna kynferðislegar tilfinningar, örugglega því hún er ekki að upplifa sig sem kynveru. Til að laðast að annarri manneskju þarftu að finna fyrir sjálfsöryggi í svefnherberginu og það tengist jákvæðri líkamsímynd.
Það er rétt að börn geta minnkað kynhvöt, það er ekki sama næðið, meiri þreyta, áhyggjur og aðrir þættir geta spilað inn í að kona upplifi sig ekki sem sömu kynveru og áður.
Samtalið um fyrri bólfélaga gæti hafa verið misheppnuð tilraun hennar til að búa til spennu milli ykkar. Í stað þess að einblína á fortíð hennar, reyndu að hugsa um leiðir til að hjálpa henni að upplifa sig sem kynveru á ný, til dæmis rifja upp erótískar minningar frá upphafi sambands ykkar.“