„Átta ár í áfengislausum lífsstíl. Föstudag fyrir Verslunarmannahelgina 2017 ákvað ég að vera án áfengis þá helgina og það stendur enn, átta árum síðan. Allavega, þá hef ég ekki séð ástæðu til að breyta því – þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur,“ sagði Einar í færslu sinni.
Færsla Einars vakti talsverða athygli og rigndi hamingjuóskunum yfir hann. „Góð ákvörðun. Allt er betra án áfengis,“ sagði til dæmis í einni kveðjunni. „Vel gert Einar! Þetta er svo miklu betra svona,“ sagði svo í annarri.