fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Kristbjörg gerði 5 daga tilraun í sumarfríinu – „Ég sá breytinguna“

Fókus
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 12:59

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir opnar sig um móðurhlutverkið, erfiðleikana og litlu sigrana í einlægri færslu á Instagram.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni. Fjölskyldan hefur verið búsett í Katar frá árinu 2019.

Kristbjörg hefur verið ein með drengina í mánuð og segist vera bæði örmagna og þakklát á sama tíma.

„Þakklát fyrir samveruna. Örmagna af því að… tja, móðurhlutverkið er endalaus tilfinningarússíbani. Ég finn fyrir samviskubiti að ég sé ekki að gera nóg, en svo finn ég líka fyrir samviskubiti að vera of ströng.

Ég vil veita þeim frelsi, en líka kenna þeim góð gildi, sjálfstæði, virðingu, þrautseigju, um næringu, hreyfingu og góðvild. Allt sem ég vona að móti þá í að verða sterkir og heilbrigðir unglingsstrákar, en þetta er stöðug barátta […] Ég er að reyna að vernda þá fyrir heiminum á meðan ég er að undirbúa þá fyrir hann.“

Kristbjörg gerði tilraun og sleppti skjáum (símum, spjaldtölvum og sjónvarpi) í fimm daga. „[Ég] sá breytinguna. Meiri hlátur, meiri tenging, meiri leikur. En það þýddi líka meira álag fyrir mig, að vera til staðar, taka þátt, sýna gott fordæmi. Engin pása, bara ást, rútína og smá ringulreið.“

Kristbjörg segir að drengirnir kunni kannski ekki að meta þetta strax en að vonandi sé hún að sá fræjum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit