fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 12:16

Guðrún Ósk og Árni Björn. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, eru í opnu sambandi og hafa prófað ýmislegt síðastliðið ár. Þar á meðal hafa þau verið í svokölluðu „throuple“ sambandi með annarri konu.

Þau ræða um málið í hlaðvarpsþættinum Taboo sem þau halda úti saman.

Árni segir að það hafi „gerst mjög hratt“ að þau byrjuðu í sambandi með konunni, sem er bandarísk, en það hafi byrjað á trekanti. „Og svo voru komnar miklar tilfinningar inn í þetta,“ segir hann.

„Þetta samband entist í nokkra mánuði og var ótrúleg fallegt og mjög næs, auðvitað voru erfið samtöl og erfiðar og stórar tilfinningar, en þetta var mjög fallegt á meðan því stóð. En einmitt… þriðja manneskja að koma inn í fjórtán ára langt samband, við eigum þrjú börn, þetta var bara mjög flókið,“ segir Árni.

Guðrún segir að þau hafi fundið að þetta væri ekki fyrir þau.

„Við vorum kannski ekki það lengi í þessu að fara að opinbera þetta og að tala um þetta við börnin,“ segir Árni, en segir að þau hafi hitt foreldra hennar og hún foreldra þeirra.

„Það voru ekkert endilega allir foreldrar okkar hrifnir af þessu, mishrifin. En við fórum til hennar og vorum yfir jólin hjá henni með foreldrum hennar og fjölskyldu og það var mjög áhugavert. Þetta var alveg komið á það stig.“

Kom með þeim á árshátíð

Árni er fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu. Það var árshátíð hjá fyrirtækinu í Barcelona í fyrra og langaði parinu að bjóða kærustunni með.

„Við mönuðum okkur upp í að tala við Palla og Hafdísi, eigendur fyrirtækisins: „Hérna… árshátíðin í Barcelona, má kærastan okkar koma með?“ Þau sögðu: „Já, ekkert mál, við breytum þessu í þriggja manna herbergi.“ Þau tóku geðveikt vel í þetta og hún kom með okkur út, það var mjög gaman, skemmtileg ferð.“

Hann segir að samstarfsmenn hans hafi tekið mjög vel í þetta. „En fullt af fólki sem var alveg: Hvað er í gangi núna?“

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

Alls konar tilfinningar

Árni og Guðrún upplifðu alls konar tilfinningar á meðan sambandinu stóð.

„Það sem mér fannst fallegast var hvernig maður sá hrifningu, væntumþykju og jafnvel ást í allar áttir,“ segir Guðrún.

Árni segir að um tíma hafi honum liðið eins og kóngi og það hafi verið gaman að upplifa fantasíuna um að vera með tveimur konum.

„En síðan var maður líka dreginn á jörðina, þetta var mikil vinna. Fleiri aðilar til að eiga erfið samtöl og fleiri vinklar,“ segir hann.

„Það sem við komumst að, held ég, var að okkar líf er kannski ekki alveg að leyfa þetta akkúrat núna,“ segir Guðrún.

Fylgdu Árna á Instagram hér, og Guðrúnu hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 4 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar