Ragnhildur útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil. Hún er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.
„Tilgangurinn með þáttunum samkvæmt höfundum var að bæta heilsuna hjá fólki í yfirþyngd með að hjálpa þeim að grennast. En í raun var þetta bara afþreyingarefni fyrir pöpulinn þar sem fólk í yfirþyngd var niðurlægt, ofbeldað og smánað eins og sirkusdýr, látin bera brauð í munninum og sett inn jarðskjálftahljóð þegar þau hlupu,“ segir Ragnhildur.
Sjá einnig: Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
„5-6 kg þyngdartap á viku fékk standandi lófaklapp eins og handhafa Óskarsverðlaunanna. Að missa meira en 0.5-1 kg á viku þýðir missir á vöðvamassa sem lækkar grunnbrennsluna, en slíkum tölum var mætt með hneykslan og hnussi.“
Ragga segir að það sé stórhættulegt þegar fókusinn er einungis á þyngdartap en ekki fitutap.
„Sem var raunin hjá mörgum fyrir lokavigtunina í örvæntingu að vinna aurin,“ segir hún og tekur nokkur dæmi, eins og að keppendur vatnslosuðu með að vefja sér í plastpoka heilu dagana, hjóla á þrekhjóli í sánu eða drukku bara vatn með cayenne pipari og sítrónu.
„Einn keppandi sagðist hafa pissað blóði fyrir lokavigtunina. En þetta er auðvitað þáttur sem á að bæta heilsuna. Það þýðir að líffærin eru að skella í lás.
Annar keppandi fékk Rhabdomyalisis og fór í hjartastopp. En við erum að bæta heilsuna muniði…..
Enn annar braut fótlegg við hoppæfingar sem engin óþjálfuð manneskja ætti að stunda.
Margir fyrrum þátttakendur hafa glímt við andlega erfiðleika í mörg ár eftir sýningu þáttanna, ofát, átraskanir, þunglyndi, áfallastreitu. Margir skildu við maka sína, ótímabær dauðsföll, langvarandi meiðsli, og heilsufarsvandamál.
En hey… við erum að bæta heilsuna.“
Ragga fer yfir nokkur atriði sem henni þykir þættirnir hafi gert vitlaust og leiðréttir í pistlinum, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.