fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. ágúst 2025 19:00

Svavar Elliði Svavarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og kennarinn Svavar Elliði Svavarson gekkst undir hárígræðslu á höfði í vor og gengur vel að safna hárið.

Svavar ræddi ítarlega um málið í viðtalsþættinum Fókus í maí. „Ég var búinn að vera að hugsa um þetta lengi, hárið var farið að þynnast svolítið mikið. Konan var líka til í að ég myndi gera þetta og ég vildi líka gera þetta, þannig ég sló til,“ sagði hann á sínum tíma.

Svavar strax eftir aðgerð.
Svavar stuttu eftir aðgerð.

Sjá einnig: Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Nú eru rúmlega fjórir mánuðir liðnir frá aðgerð og við heyrðum aðeins í Svavari um stöðuna í dag.

„Það gengur allt mjög vel, sem betur fer, og allt hárið að koma,“ sagði hann.

Svavar hefur verið duglegur að birta myndir á Instagram og leyfa áhugasömum að fylgjast með ferlinu.

Svavar í dag.
Gengur vel.

Um aðgerðina sagði Svavar í maí:

„Þessi aðgerð tók alveg átta klukkutíma og maður er vakandi allan tímann. Þú færð svæðisbundna deyfingu þannig maður finnur ekkert fyrir þessu en maður finnur fyrir poti, en þetta er ekkert vont. Maður verður mjög þreyttur, þú þarft alveg að vera vel á þig komin til að fara í svona aðgerð. Þú getur ekki farið ef þú ert með einhverja líkamlega kvilla, eins og sykursýki, hjartaveikindi eða eitthvað þannig. Ég myndi ekki mæla með þessu ef þú ert ekki í líkamlega góðu ástandi.“

Horfðu á þáttinn með Svavari hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið