Svavar ræddi ítarlega um málið í viðtalsþættinum Fókus í maí. „Ég var búinn að vera að hugsa um þetta lengi, hárið var farið að þynnast svolítið mikið. Konan var líka til í að ég myndi gera þetta og ég vildi líka gera þetta, þannig ég sló til,“ sagði hann á sínum tíma.
Sjá einnig: Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“
Nú eru rúmlega fjórir mánuðir liðnir frá aðgerð og við heyrðum aðeins í Svavari um stöðuna í dag.
„Það gengur allt mjög vel, sem betur fer, og allt hárið að koma,“ sagði hann.
Svavar hefur verið duglegur að birta myndir á Instagram og leyfa áhugasömum að fylgjast með ferlinu.
Um aðgerðina sagði Svavar í maí:
„Þessi aðgerð tók alveg átta klukkutíma og maður er vakandi allan tímann. Þú færð svæðisbundna deyfingu þannig maður finnur ekkert fyrir þessu en maður finnur fyrir poti, en þetta er ekkert vont. Maður verður mjög þreyttur, þú þarft alveg að vera vel á þig komin til að fara í svona aðgerð. Þú getur ekki farið ef þú ert með einhverja líkamlega kvilla, eins og sykursýki, hjartaveikindi eða eitthvað þannig. Ég myndi ekki mæla með þessu ef þú ert ekki í líkamlega góðu ástandi.“
Horfðu á þáttinn með Svavari hér eða hlustaðu á Spotify.