fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Fókus
Föstudaginn 22. ágúst 2025 22:00

Armin Meiwes , fórnarlamb hans, og myndir frá heimili hans þar sem morðið var framið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2001 birti þýskur maður, Armin Meiwes, auglýsingu á netspjallborði þar sem hann óskaði eftir einhverjum sem væri tilbúinn að leyfa honum að borða sig.

Málið vakti heimsathygli á sínum tíma og var þetta í fyrsta sinn sem einhver var dæmdur fyrir slíkan glæp í Þýskalandi.

Bernd Jürgen Brandes, verkfræðingur, svaraði auglýsingu Meiwes og samþykkti að hitta hann.

Meiwes myrti hann ekki strax, heldur skar fyrst af honum getnaðarliminn, steikti hann á pönnu og borðuðu þeir hann sama. Meiwes sagði að hann hafi notað of háan hita og máltíðin því brunnið við.

Síðan myrti hann Brandes og skar hann í búta og pakkaði leifunum saman í frystikistunni. Meiwes tók ódæðið upp á myndband.

Ný auglýsing

Eftir morðið setti Meiwes aðra auglýsingu á sama spjallborð og hann kynntist Brandes. Þar lýsti hann „upplifuninni“ og sagðist leita að fleiri sjálfboðaliðum.

Netverji sá færsluna og tilkynnti málið til lögreglu í desember 2002, rúmlega ári eftir að Brandes var myrtur.

Lögreglan fann mannakjöt í frystikistu heima hjá Meiwes og myndbandið sem sýndi morðið og mannátið.

Meiwes var fyrst dæmdur í átta og hálft ár í fangelsi. Hann áfrýjaði og var málið tekið aftur upp og var hann þá dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Í gær

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““