fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fókus

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir og vinirnir Billy Boyd og Dominic Monaghan, sem þekktastir eru fyrir hlutverk sín sem hobbitarnir Pippin og Merry í þríleik Hringadróttinssögu, hafa sameinast á ný til að kynna Billy og Dom Eat the World, ferða- og matarþáttaröð. Vinirnir hafa ferðast um heiminn og uppgötvað áhugaverðan mat á leiðinni. Þættina má horfa á á Amazon Prime.

Vinirnir segjast hafa verið ákafir að gera þáttaröð sem kannar heiminn og uppgötvar hvernig matur og drykkur geta gefið „raunverulega innsýn í stað, fólkið og menninguna“.

Í fyrsta þættinum heimsækja þeir vin sinn og meðleikara í Hringadróttinssögu Sir Ian McKellen á krá hans í London, The Grapes, við bakka Thamesárinnar, þar sem þeir rifja upp tímann sem þeir voru saman við tökur á Hringadróttinssögu: 

„Það vildi svo til að við vorum að skoða kráarmenningu London og það vildi svo til að Ian McKellen á krá. Hann sagði okkur hvers vegna hann endaði í þeim hluta London og hvað krár þýða fyrir Bretland.“

„Dom og ég vildum segja áhugaverðar og einlægar sögur í þáttunum, en jafnframt uppgötvuðum við frábær ráð og leyndarmál í matreiðslu til að miðla áfram. Við hittum svo marga frábæra einstaklinga og heyrðum sögur þeirra, allt frá systrunum sem héldu fjölskyldufyrirtækinu gangandi og bjuggu til blóðmör á Suðureyjum, til yndislegra hjóna og ljúffengs götumatar þeirra í Fukuoka í Japan. Að sjá mismunandi leiðir fólks til að búa til og borða mat og hvernig það skapar samfélag hefur verið svo ótrúlegt ævintýri, við getum ekki beðið eftir að fólk sjái þættina,“ segir Boyd.

Monaghan bætir við: „Við Billy höfum alltaf skoðað staði sem við höfum heimsótt í gegnum mat og einnig tekið hvern stað með í hlaðvörpunum okkar, sem virtist falla vel í kramið hjá hlustendum. Það fannst mér eins eðlilegt og það getur verið að byggja síðan á þessum hlaðvörpum og búa til sjónvarpsþætti þar sem við ferðumst um heiminn og smökkum á ljúffengum kræsingum. Tveir af uppáhalds hlutunum okkar að gera!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konan mín hefur stundað kynlíf með meira en 50 manns – Af hverju vill hún ekki sofa hjá mér?“

„Konan mín hefur stundað kynlíf með meira en 50 manns – Af hverju vill hún ekki sofa hjá mér?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristbjörg gerði 5 daga tilraun í sumarfríinu – „Ég sá breytinguna“

Kristbjörg gerði 5 daga tilraun í sumarfríinu – „Ég sá breytinguna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“