Hann er dáleiðari og lífsþjálfi sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hann hefur einnig skrifað bækur, eins og „Shift: Quantum Manifestation Guide“ og „The Stimulati Experience“.
Hvorugt þeirra hefur staðfest að þau séu saman, en hegðun þeirra á samfélagsmiðlum virðist segja annað. Þar að auka hefur sést til þeirra saman á veitingastað og voru þau einnig saman í Mallorca á dögunum ásamt góðum vini Aniston, leikaranum Jason Bateman, og eiginkonu hans, Amöndu Anka.
En nokkrum mánuðum áður en þau sáust saman opinberlega virtist Curtis gefa vísbendingu um ástarsamband þeirra.
Í apríl birti Aniston myndband af sér æfa og skrifaði Curtis við það: „❤️💪“
Fókus óskar parinu til hamingju með ástina!