fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Hvað gerðist í raun og veru? Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall keppanda í X Factor

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 tók Zoe Alexander þátt í X Factor. Hún varð fljótlega þekkt sem „aggressífi“ tvífari söngkonunnar Pink. Saga hennar, um hvað gerðist raunverulega á bak við tjöldin, fór eins og eldur í sinu um TikTok árið 2020 og kröfðust netverjar „réttlætis fyrir Zoe.“

Zoe steig fram og þakkaði fyrir stuðninginn, en hennar hlið fékk loksins að heyrast og komst sannleikurinn á bak við áheyrnaprufuna loksins í ljós.

Illa farið með hana

Áheyrnarprufurnar í X Factor slá alltaf í gegn. Vongóðir söngvarar láta reyna á hæfileika sína, sumir betri en aðrir og svo eru það þeir sem verða að aðhlátursefni. Zoe varð að einum slíkum keppanda.

Zoe starfaði sem Pink „tribute“ söngkona, sem hún tók fram í umsókn sinni fyrir þáttinn. Umsóknarferlið er ekki eins einfalt og fljótlegt eins og margir halda, Zoe og framleiðendur þáttarins sendu nokkra tölvupósta sín á milli fyrir áheyrnarprufuna. Framleiðendurnir báðu hana um að senda þeim fimm lög sem hún gæti sungið í áheyrnarprufunni, ekkert þeirra var eftir Pink.

Framleiðendurnir báðu hana um að syngja lag með Pink og segir Zoe að það hafi verið greinilegt á skilaboðunum að ef hún hefði ekki sungið lag með Pink hefði hún ekki fengið að taka þátt.

Þegar hún mætti í áheyrnaprufuna var hún tekin í viðtal fyrir þáttinn og var spurð alls konar skrítnum og sérstökum spurningum um Pink. Hún var látin mæta klukkan sex um morguninn, mörgum klukkutímum áður en hún þurfti í raun og veru að mæta og það var stöðugt verið að minnast á Pink við hana.

Svo kom loksins að áheyrnarprufunni og Zoe söng lag með Pink, eins og hún var beðin um. Dómararnir voru ekki hrifnir og sögðu að hún hefði ekki átt að syngja lag með Pink. Á þeim tímapunkti áttaði Zoe sig á að hún hafi verið leidd í gildru.

Hún fékk að syngja annað lag, en lagið var spilað í vitlausri tóntegund og það var slökkt á hátölurunum á sviðinu, sem varð til þess að hún heyrði ekki í tónlistinni og hljómaði illa.

Það sem áhorfendur sáu næst var taugaáfall, þar sem hún hafði áttað sig á að eina ástæðan fyrir því að hún fékk að taka þátt var til að verða aðhlátursefni fyrir þáttinn.

Horfðu á alræmdu áheyrnarprufuna hér að neðan.

Saga Zoe hefur verið að vekja athygli á ný en TikTok-notandinn SageScenes birti myndband frá áheyrnaprufu hennar á miðlinum fyrir stuttu og hefur það fengið um 70 milljónir áhorfa.

„Saga hennar er svo sorgleg, en gott hún fékk réttlæti,“ sagði hann.

@sagescenes her story is so sad… glad she got justice though 🎉 😔 #ZOEALEXANDER #edit #ae #aftereffects #fyp #viral #trending #americasgottalent #pink ♬ original sound – sagescenes

Zoe fór sjálf ítarlega yfir gang málanna í myndbandið á YouTube árið 2020. Hún sýndi meðal annars tölvupósta á milli sín og framleiðendur þáttarins til að sanna mál sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Í gær

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“