fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

„Forvitinn nágranni kom upp um eiginmann minn“

Fókus
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forvitinn nágranni sagði mér það sem engin kona vill heyra – eiginmaður minn er að halda framhjá mér.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land.

Hún segir að nágranninn er eldri kona sem er þekkt fyrir að vera spæjari hverfisins og hnýsast í eigum annarra. Hún hefur áður komið að konunni vera að fara í gegnum rusl þeirra og lesa bréf sem hún hafði hent.

„Nágrannakonan var nánast glettin þegar hún var að segja mér frá svikum eiginmanns míns. Það hlakkaði í henni að segja mér frá því að samstarfskona eiginmanns míns hefur verið í húsinu okkar þegar ég er ekki heima. Hún sýndi mér myndir sem hún tók af henni yfirgefa húsið.

Ég er ringluð, þessi kona er dónaleg og forvitin, en var hún að gera mér greiða?“

Konan segist kannast við samstarfskonuna, sem er 25 ára. Eiginmaðurinn er 45 ára.

„Hann hefur verið að fá far með henni í vinnuna, en hann lenti í bílslysi fyrir rúmlega ári síðan og er ekki farinn að keyra aftur. Mér fannst ekkert vandamál að hún væri að sækja hann og skutla, mér fannst það fallegt af henni að bjóðast til þess.

Ég er 42 ára og ferðast mikið vegna vinnunnar.

Vegna áverkanna sem hann hlaut í slysinu höfum við ekkert stundað kynlíf, en ég hélt að það væri vegna þess að hann gæti það ekki. En nú veit ég að það er því hann er að gera það með annarri konu.

Ég veit ekki hvernig ég á að byrja þetta samtal við hann.“

Ráðgjafinn svarar:

„Ég er hrædd um að þú hafir ekki annað val, þú verður að tala við hann. Segðu honum frá því sem nágranninn sýndi þér og hlustaðu vandlega á hvað hann segir.

Aðeins þú getur ákveðið hvort þú viljir vinna í sambandinu og fyrirgefa honum, ef hann sýnir iðrun.

Hann hefur sært þig og þarf að sanna fyrir þér að hann sé traustsins verður.

Ekki leyfa honum að komast upp með einhverja rugl afsökun, það er engin alvöru sakleysisleg útskýring á því að þessi kona ætti að hafa gist heima hjá þér yfir nótt, með eiginmanni þínum og án þinnar vitundar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu