fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Fókus
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 11:30

Paulina Poriskova. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tékkneska Paulina Porizkova var ein af ofurfyrirsætum níunda og tíunda áratugarins, sat fyrir á forsíðum helstu tískutímarita heims og gekk tískusýningarpallanna fyrir virtustu fatahönnuði tískuheimsins.

Porizkova sem varð sextug í apríl deildi tveimur myndum af sér á Instagram á mánudag. Þar undirstrikar hún muninn á einni mynd með fallegu sjónarhorni og góðri lýsingu og annarri án hennar.

„Þetta er ég. Í fríi, frekar ljós, að sitja fyrir myndatöku,“ sagði hún um fyrri myndina af sér í hvítu bikiní með fallegt útsýni í bakgrunni.

„Þetta er líka ég,“ sagði hún um hina myndina af sér þar sem hún stendur í brjóstahaldara og nærbuxum inn á baðherbergi, með grátt hár. „Heima, ekki frábært ljós, ekki að sitja fyrir.“

„Þetta eru 60 ár. Þetta eru 60 ár af stundum hollu mataræði, stundum ekki. 60 ár af stundum hreyfingu, stundum ekki,“ skrifaði hún.

„60 ár af því að gera réttu hlutina og síðan gera ranga hluti og aftur og aftur. Þetta eru 60 ár af því að læra hvað virkar og hvað virkar ekki. Og rétt þegar ég held að ég hafi fundið út úr því, breytist allt og ég verð að byrja upp á nýtt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paulina Porizkova (@paulinaporizkov)

Porizkova hefur áður talað um að hafa í gegnum árin upplifað sveiflur þegar kemur að mataræði og hreyfingu.

Porizkova segir að nú, þegar hún er orðin sextug, hafi hún lært hvað hún sátt við.

„Fegurðin við að verða sextug er að í dag skil ég að mikilvægið er í lexíunni, ekki að standast prófið,“ sagði hún.

Porizkova, sem er talskona snyrtivörumerkisins Estée Lauder, hefur áður talað um öldrun.

„Mér finnst eins og við séum svo hrædd við hrukkur,“ sagði Porizkova í þáttunum Today í janúar. „Hefurðu tekið eftir því? Við erum svo hrædd við hrukkur vegna þess að ég geri ráð fyrir að hrukkur geri okkur óviðeigandi, ekki lengur kynþokkafullar, ekki lengur eftirsóknarverðar, og sem konur hefur það verið eins konar kallmerki okkar, það hefur verið merkt okkur svo lengi. Og ég held áfram að horfa á hrukkur: mínar, þínar, á konum sem ég sé – og ég hugsa: „Þetta er lífskortið þitt,’“ Ég sé hvernig þú ert sem manneskja. Af hverju myndirðu vilja eyða því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“