Hin tékkneska Paulina Porizkova var ein af ofurfyrirsætum níunda og tíunda áratugarins, sat fyrir á forsíðum helstu tískutímarita heims og gekk tískusýningarpallanna fyrir virtustu fatahönnuði tískuheimsins.
Porizkova sem varð sextug í apríl deildi tveimur myndum af sér á Instagram á mánudag. Þar undirstrikar hún muninn á einni mynd með fallegu sjónarhorni og góðri lýsingu og annarri án hennar.
„Þetta er ég. Í fríi, frekar ljós, að sitja fyrir myndatöku,“ sagði hún um fyrri myndina af sér í hvítu bikiní með fallegt útsýni í bakgrunni.
„Þetta er líka ég,“ sagði hún um hina myndina af sér þar sem hún stendur í brjóstahaldara og nærbuxum inn á baðherbergi, með grátt hár. „Heima, ekki frábært ljós, ekki að sitja fyrir.“
„Þetta eru 60 ár. Þetta eru 60 ár af stundum hollu mataræði, stundum ekki. 60 ár af stundum hreyfingu, stundum ekki,“ skrifaði hún.
„60 ár af því að gera réttu hlutina og síðan gera ranga hluti og aftur og aftur. Þetta eru 60 ár af því að læra hvað virkar og hvað virkar ekki. Og rétt þegar ég held að ég hafi fundið út úr því, breytist allt og ég verð að byrja upp á nýtt.“
View this post on Instagram
Porizkova hefur áður talað um að hafa í gegnum árin upplifað sveiflur þegar kemur að mataræði og hreyfingu.
Porizkova segir að nú, þegar hún er orðin sextug, hafi hún lært hvað hún sátt við.
„Fegurðin við að verða sextug er að í dag skil ég að mikilvægið er í lexíunni, ekki að standast prófið,“ sagði hún.
Porizkova, sem er talskona snyrtivörumerkisins Estée Lauder, hefur áður talað um öldrun.
„Mér finnst eins og við séum svo hrædd við hrukkur,“ sagði Porizkova í þáttunum Today í janúar. „Hefurðu tekið eftir því? Við erum svo hrædd við hrukkur vegna þess að ég geri ráð fyrir að hrukkur geri okkur óviðeigandi, ekki lengur kynþokkafullar, ekki lengur eftirsóknarverðar, og sem konur hefur það verið eins konar kallmerki okkar, það hefur verið merkt okkur svo lengi. Og ég held áfram að horfa á hrukkur: mínar, þínar, á konum sem ég sé – og ég hugsa: „Þetta er lífskortið þitt,’“ Ég sé hvernig þú ert sem manneskja. Af hverju myndirðu vilja eyða því?“