Stjórstjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas virðast hafa endanlega opinberað samband sitt. Parið skellti sér í göngutúr nærri heimili leikkonunnar í Vermont-fylki og héldust í hendur meirihluta leiðarinnar. Meira þarf alþjóðlega slúðurpressan ekki og hafa myndir úr göngutúrnum birst víða.
Í nokkra mánuði hefur verið hávær orðrómur um samband stjarnanna en aldursmunurinn á parinu er 26 ár. Cruise er 63 ára gamalll og de Armas er 37 ára.
Þau sáust fyrst saman á veitingastað í London í febrúar en þá var skýringin sú að þau væru að ræða mögulegt kvikmyndaverkefni. Þá hafa þau einnig sést saman í fimmtugsafmæli David Beckham og á Oasis-tónleikum undanfarin misseri.
Útskýringarnar hafa alltaf verið á þá leið að áðurnefnt kvikmyndaverkefni, sem nú hefur komið í ljós að sé stórmyndin Deeper, og að á milli þeirra hafi skapast „sérstakt vinnusamband“ sem nú virðist hafa þróast út í ástarsamband.
Cruise er þrígiftur, þeim Mimi Rogers, Nicole Kidman og Katie Holmes, og er faðir þriggja barna. Hann á Isabellu, 32 ára, og Connor, 30 ára, með Kidman og hina 19 ára gömlu Suri með Holmes.
de Armas er barnlaus og var síðast orðuð við Manuel Anido Cuesta, sem er stjúpsonur Miguel Díaz-Canel Bermúdez, forseta Kúbu, sem er heimaland leikkonunnar. Þá var hún í sambandi við Ben Affleck á árunum 2020-2021.