Í myndbandi sem leikkonan og Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir birti á laugardag deilir hún samsæriskenningu sinni um tónleika hljómsveitarinnar Kaleo, Vor í Vaglaskógi, sem fram fóru sama dag.
„Er einhver sem keypti sér miða á Vor í Vaglaskógi-tónleikana? Af því mér líður eins og allir sem ég þekki sem eru að fara hafi fengið gefins miða í gegnum einhver fyrirtæki eða unnið í einhverjum leik eða vinnan að bjóða þeim eða eitthvað svona,“ segir Steiney glettin.
„Er þetta bara frábær markaðssetning? Þar sem allir eru bara „Ó mæ god ég fékk ekki miða af því það var strax uppselt.“ Af því það gat enginn keypt sér miða, það voru engir miðar til sölu.”
Í athugasemdum við myndbandið eru nokkrir sem tjá sig og segjast hafa keypt miða í almennri miðasölu.
@steiney_skulaSamsæriskenning dagsins