fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest gat ekki haldið aftur af tárunum í útvarpsþætti sínum á sunnudaginn. Seacrest var þá að tala um baráttu föður síns við krabbamein sem hefur reynst fjölskyldunni erfið.

Seacrest sagði að faðir hans hafi greinst fyrir þó nokkru síðan með krabbamein í blöðruhálskirtli en fjölskyldan hafi litið á greininguna sem einkamál og ekkert rætt hana á opinberum vettvangi. Síðan hafi farið að halla undan fæti eftir að faðir hans smitaðist af lungnabólgu.

„Þetta varð ekkert betra, þetta varð verra og dreifði úr sér. Það var ekki gott fyrir hann,“ sagði Seacrest um stöðuna. „Ég var að taka upp síðustu þáttaröð af American Idol og systir mín hringdi og sagði: Pabbi er á gjörgæslunni, hversu fljótt geturðu komið hingað? Ég kláraði þáttinn sem við vorum að klára, ég man varla hvað ég sagði þar.“

Síðan rauk hann upp í flugvél og hélt til Atlanta til að vera með fjölskyldu sinni, þar með talið móður sinni sem er í bata frá krabbameini. Fjölskyldan þurfti þarna að taka erfiðar ákvarðanir um framhaldið, hvort það ætti að skera föður Seacrest upp eða ekki. Seacrest minntist þess að faðir hans, vanalega svo sterkur og hugaður, hafi þarna verið skelfingu lostinn og leitaði leiðsagnar frá syni sínum.

Faðir hans er enn á lífi en í um fimm mánuði hefur hann verið meira og minna rúmbundinn. Seacrest brotnaði svo niður þegar hann deildi því með hlustendum sínum að hann hefði fengið jákvæðar fréttir.

„Í gærkvöldi fékk ég senda kröftuga, góða og hamingjusama mynd frá pabba og mömmu sem var með honum. Þau fóru á ströndina til að sitja aðeins úti, þau langaði bara að horfa á vatnið. Það er ekki mikið sem þau geta gert, en ég sá hann brosa, ég sá mömmu brosa.“

Sjónvarpsmaðurinn átti þarna erfitt með sig og bað hlustendur afsökunar en það væri bara eitthvað við það að sjá foreldra sína hamingjusama og brosandi eftir 55 ára hjónaband. Faðir Seacrest er enn með krabbamein en tókst að losna við lungnabólguna og getur því haldið krabbameinsmeðferðinni áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald